Hlín - 01.01.1927, Page 124
122
Hlín
»lagan væri sprottin af því, að konur hefðu vilja á að
»vinna með að þjóðfjelagsstörfum. Færði hún ýms rök
»fyrir því, að konur væru færar til þeirra starfa, og
»að málum væri betur borgið, ef litið væri á þau frá
»sjónarmiði beggja aðila — kvenna og karla — en að
»eins annars.
»Efri deild samþykti tillöguna því nær í einu hljóði,
»og hefði sú samþykt verið nægileg til að gefa henni
»gildi. En til þess að enn betur yrði frá málinu gengið,
»var tillagan send Neðri deild -— og gat engum í hug
»komið að það yrði henni að fótakefli.
»Hvaða hættu hinir háttvirtu þingmenn Neðri deild-
»ar hafa sjeð fólgna í tillögunni, er erfitt að segja. En
»úrslitin urðu þau, að þeir feldu hana »með kurt og pí«
»og er hún þar með úr sögunni að sinni, og hefur önn-
»ur þingdeildin þar pieð látið ótvírætt í Ijós, að ekki
»hefur Alþingi gengið fram hjá konum til starfa af
»gleymsku. Af vantrausti og lítilsvirðingu hefur það
»verið gert. Það ætti að vera konum holt að sjá ótví-
»rætt hver mælikvarði er á þær lagður. Það ætti að
»vekja til umhugsunar um, að jafnrjetti hafa þær
»hvergi nema á pappírnum, og betur má, ef duga skal.
»Ef þær vilja verða teknar alvarlega, verða þær að taka
»betur höndum saman hjer eftir, en hingað til.
Það sem mjer mislíkar hjer er fyrst og fremst and-
inn í greininni. Hann er ónotalegur, kaldur og lýsir ó-
vild og vekur óvild til karla alment. — Skyldi sam-
vinna okkar kvenna við þá ganga betur, ef andi kala og
óvildar ræður þar að meiru eða minna leyti? Skyldi
ekki ærinn ófriður og deilur meðal karlmanna innbyrð-
is í almennum málum, þó við konurnar reisum ekki her-
búðir til útrásar á þá, án þess ærnar sakir sjeu til? —
Og ef um sakir er að ræða, ætti þá ekki fyrsta spurn-