Hlín - 01.01.1927, Side 126
124
Hlín
persónan að vinna sjer sjálf. Lög um rjett til að sitja
á þingum og í nefndum eru aðeins leyfi til þess, en gera
hvorki konur nje karla hæf til þess. Það eiga þau að
gera sjálf. — Þetta ætti »19. júní« að brýna fyrir kon-
um í hverju blaði.
Mjer dettur ekki í hug að neðri deild hafi felt þings-
ályktunartillöguna af lítilsvirðingu fyrir oss konunum,
heldur af því, annaðhvort að hún hefur ekki komið auga
á hæfar konur, eða að þær sjeu ekki fyrir hendi. Og það
er margt, sem bendir til þess að hið síðara sje orsökin
að nokkru leyti.
í nærfelt 20 ár hafa konur haft kjörgengi í málefn-
um bæja- og sveitastjórna. Þetta viðurkennir greinin í
»19. júní«. En ekki er spurt um, hvernig það hafi geng-
ið fyrir konunum að nota sjer þennan rjett. Við skul-
um snöggvast svipast að því. — Mjer finst það hafa
gengið svo, að við sjeum ekki enn búnar að átta okkur
á því, að viið eigum að nota okkur þennan rjett, og fyrst
og fremst leitast Við að gera okkur hæfar til að nota
hann. — Það kveður við sama tón í blaðgreininni eins
og meðal karlmannanna. — Þeir vilja verða alþingis-
menn og alt, sem nöfnum tjáir að nefna, þó margt
gangi á trjefótum á heimilinu, í sveitinni og hjeraðinu.
Að ná í stærstu vegtylluna og hæstu launin er kapps-
málið. Að skrefa úr neðstu tröppu í þá efstu virðist
vaka fyrir mörgum, þó það sje móti öllum náttúrunnar
lögum, og því ómögulegra þess hærri sem stiginn er. —
Andinn er sami í þessari blaðagrein. — Fyrir höfund-
inum standa mentamálanefndir, tollmálanefndir, at-
vinnumálanefndir, móttökunefndir o. s. frv. í einhverj-
um dýrðarljóma. Og til þess að komast í þessa dýrð tel-
ur höf. þá eina leið, að konur »taki betur höndum sam-
an«. Það eru ályktunarorð höfundarins. En hann gæt-
ir þess ekki, að málunum er ekki betur komið og þjóðin
ekki betur farin, þó konur komist í þessar nefndir fyrir