Hlín - 01.01.1927, Side 127
125
Hlín
samtök. Þær eiga að komast þangað fyrir dugnað og at-
gjörvi. En þá þurfa þær að vinna og æfast vitanlega í
hinu srnærra fyrst. Fáar konur eru svo mikið sem í
sóknarnefnd eða fræðslumálanefnd enn hjer í sveitun-
um, og í hreppsnefnd og sýslunefnd sjest varla kona. —
En höfundur greinarinnar í »19. júní« vill endilega að
þær komist í tollmálanefndir og aðrar slíkar. Hvers
vegna taka konur ekki meiri þátt í sveita- og hjeraðs-
málum en þær gera? Það er vafalaust fyrst og fremst
ai' því að þær hafa enn eltki alment áhuga á opinberum
málum, og njóta þar af leiðandi ekki trausts kjósenda.
— En ekki er þetta þingi eöa sljórn að kenna, og því á-
stæðulaust að ámæla þeim svo mjög. Og þetta er heldur
ekki karlmönnunum| að kenna. Konurnar hafa líka
kosningarrjett. En í hjeraðsstjórn gefa þær ekki kost
á sjer, nema þá einstaka kona, stöku sinnum. Fæstar
konur sækja almenna fundi, og þó þær komi, er sann-
anlegt, að þær kjósa ekki konur frekar en verkast vill.
Og það getur verið alveg rjett. Til vandasamra verka á
ekki að kjósa eftir kyni, heldur hæfileikum. Sjálfsagt
fyrir okkur að kjósa konu að öðru jöfnu, annars ekki,
því aðalatriðið er ekki vegtylla konunnar heldur vel-
ferð þjóðarinnar.
Ef til vilf segja menn að svona sje þetta í sveitinni,
húsfreyjurnar þar sjeu lítilsigldar og ungu stúlkurnar
fávísar. öðru máli er að gegna t. d. í Reykjavík. Þar
sje »færar« konur eins og greinarhöfundurinn kemst að
orði. Og það munu þá þær, sem renna hýrum augum til
staría utanþingsnefndanna. — Það er vafalaust að
Reykjavík á margar mætar og mikilhæfar konur, sem
þegar hafa sýnt það í orði og verki, að þær eru fúsar
til og færar að vinna þjóð sinni gagn og heiður, enda
standa þær að flestu leyti betur að vígi en konur al-
ment til sveita að fylgjast með í hinum opinberu mál-
um og auka þannig hinn andlega þroska sinn og víð-