Hlín - 01.01.1927, Page 128
126
Hlín
sýni. — Diæmin sýna hins vegar, að konur geta alstaðar
unnið sjer nafn og álit, ef ekki skortir áhuga og hæfi-
leika. Þær Andrjesdætur eru sveitakonur, Kristín Sig-
fúsdóttir fátæk kona í sveit, sömuleiðis eru þær Hulda
og Ólöf, skáldkonur, fæddar upp meðal alþýðunnar.
En — svo jeg víki enn að afdrifum þingsályktunar-
tillögunnar, þá eru þau alvarlegf umhugsunareíni fyrir
oss konurnar. — Fyrst eftir að lögin ganga í gildi um
gjörgengi og kosningarrjett kvenna til bæja- og sveita-
stjórna, var þeim giæið aðganga að þátttöku í málunum.
Þetta var nýtt/og nýjungagirnin grípur hugi manna
föstum tökum. — í bæjarstjórn Reykjavíkur komust
allmargar konur, einu sinni 4 í senn, sjálfsagt hinar
hæfustu sem völ, var á. Síðan hefur þeim fækkað, svo
að nú mun þar engin vera. Þetta er sorglegur sannleik-
ur okkur konunum. En ekki getur þetta verið þingi og
stjórn að kenna. — Og jeg fæ ekki sjeð, að neðri deild
Alþingis sje mjög ámælisverð fyrir það, að hún vill
ekki fara fram á það við landsstjórnina að skipa þær
konur í opinberar nefndir, sem kjósendur í Reykjavík
ekki geta komið sjer saman um að kjósa í stjórn bæjar-
málanna. Og — þó munu konurnar sjálfar meiri hluti
kjósendanna.
Jeg vona að þjer, háttvirtu áheyrendur, skiljið hvað
jeg fer. — Yður finst, ef til vill, jeg tala af kulda til
kynsystra minna. En því fer fjarri. Eins og jeg altaf
vildi að konurnar fengju jafnrjetti við karla í Öilu, eins
vil jeg nú að þær standi þeim jafnfætis í öllu góðú. Og
jeg er sannfærð um, að það geta þær konur, sem skil-
yrði hafa til að gefa sig við almennum málum, og hæfi-
leika eiga. — En — skilyrðin eru of fá, og má sjálfsagt
kenna karlmönnum það, að nokkru leyti, að konurnar
eru ekki þroskaðri en þær eru. — Löggjöfin, sem var
verk karlmanna, hefur lengst af lokað oss konur úti af
mörgum þeim sviðum, sem æfa og þroska greind og rök-