Hlín - 01.01.1927, Page 129
Hlín
127
vísi, og veita þekkingu á störfum fyrir utan hinn
þrönga hring heimilisins. Þessvegna, þjer ungu, upp-
vaxandi konur, leggið alla krafta fram til að afla ykk-
ur þroska og þekkingar á því, sem þjer ætlið að vinna,
hvort sem það er innsveitis eða utan, hvort sem það er
heima í bæ eða suður á þingi. En — gleymið ekki nje
vanrækið að rækta og hlúa að hinu besta og göfugasta
í kveneðlinu. Því má ekki fórna fyrir hnakk eða
drengjakoll eða nokkurn skapaðan hlut. Og minnist
þess, að heimilið er og verður það kóngsríkið sem flest-
ar konur verða drotningar í, og að þá ríður lífið á, að
þar sje setið að völdum með sæmd og prýði.
Það er aðeins þekkingin, yfirburðirnir, mannkostirn-
ir, sem veita rjettinn til að taka í taumana á hvaða
sviði sem er. Tilgangurinn með jafnrjetti kvenna var
frá upphafi fyrst og fremst sá, að konur sem karlar,
yrðu færar um þetta, að sjálfsögðu ekki strax, heldur
þegar fram liðu stundir.
Að endingu óska jeg innilega, að á oss megi rætast
orð hins mikla skáldjöfurs: »Sú þjóð sem veit sitt hlut-
verk er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla
fyrir kraftinum þeim«.*
* Þingmenn bentu á leiðir, jeg veit ekki hvort þeir hafa gert
það í þingsalnum, sem þeim fanst rjettara og eðlilegra að fara í
þessu efni en þingsályktunartillögu — leiðin, sú nfl., að kvenfje-
lög og kvenfjelagasambönd skoruðu á stjórnina (og þingið) í
hvert einstakt skifti um að taka konur með í nefnöir og jafnvel
benda á þær. Rjettinn hefðu þær, en ekki mundi veita af að
minna á hann við og við. — Ritstj.