Hlín - 01.01.1927, Síða 130
128
Hlln
Að gefast ekki upp.
Að bíða þess, sem boðið er,
hvort blítt svo er eða strítt,
og hvað sem helst að höndum ber,
að hopa’ ei nema lítt,
en standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg sem á því skruggan skall,
sú skyldi karlmanns lund.
G. Br. þýddi.
Á æskuskeiði líta flestir á lífið sem leik, og halda að
mest sje um það eitt að gera að hafa lítið fyrir lífinu,
en njóta sem flestra gleðistunda, án þess að þurfa að
leggja nokkuð á sig. — En þegar fram líða stundir
munu þó flestir, ef ekki allir, verða að reyna þann sann-
laika, að lífið er ekki eintómur leikur. Fáir munu þeir
vera, sem hafa náð fullþroska aldri, að þeir verði ekki
varir við erfiðleika lífsins, sem flestir munu þurfa að
glíma við einhverntíma á lífsleiðinrii. Þessir erfiðleikar
eru svo afar fjölbreyttir og mæta öllum í einhverri
mynd. Ríkir og fátækir, yfirvöld og undirgefnir, ment-
aðir og ólærðir, allir verða að berjast við þá. Þeir koma
fram sem heilsuleysi, geðbrestir, lestir og ástríður, fá-
tækt og margt fleira.
í baráttunni við erfiðleika lífsins er ekkert jafn nauð-
synlegt og þol, stilling og kjarkur, til að taka hverju
sem að höndum ber og reyna að snúa því á betri veg:
Að gefast ekki upp. Mörg hjón, fátæk af veraldarauð,
en rík af trausti á guði hafa haft þol til að berjast
þessari góðu baráttu, notið virðingar og stuðnings
þeirra, sem ríkari voru efnalega, en áttu ef til vill ekki
þau auðæfi, sem foreldrar eiga í góðum, efnilegum