Hlín - 01.01.1927, Side 131
Hlín
129
börnum. Þannig hafa margir nýtir menn og konur ver-
ið uppaldir í fátækt hjá sparsömum foreldrum, sem
tóku lífinu með stillingu og þolgæði, gáfust aldrei upp
og innrættu börnum sínum slíkt hið sama.
Þá er vanheilsa stundum beinlínis þroskameðal. —
Þess eru mörg dæmi, að sjúklingar hafa lært að taka
erfiðleikum lífsins betur en ef þeir hefðu verið heilsu-
hraustir alla æfi, þeir hafa aukið manngildi sitt á því
að taka heilsuleysinu með þolinmæði og stillingu, það
hefur þannig snúist þeim til góðs, af því þeir gáfust
ekki upp.
Kona, sem hefur orðið fyrir því óláni, að eiginmað-
urinn, faðir barna hennar, hefur lent í ofdrykkju, verð-
ur ekki síst fyrir erfiðleikum lífsins. Hvað hjálpar
henni best? Mun það ekki verða þolið og stillingin. Og
hefur ekki mörg konan barist við þessa afar þungu
raun og unnið frægan sigur, af því hún gafst aldrei
upp. — Þannig mun það vera með allar þær þrautir,
sem mæta manni á lífsleiðinni. Hver útkoman verður,
fer mikið eftir því, hvernig við stöndum okkur í barátt-
unni, hvort við höfum nægilega mikið þol til þess að
mæta erfiðleikunum, án þess að gefast upp. Mun það
ekki oft vera svo, að erfiðleikarnir aukast og margfald-
ast vegna þess að menn gefast upp jafnskjótt og eitt-
hvað blæs á móti. — Mun ekki orsökin til hinna tíðu
hjónaskilnaða hjá yngri kynslóðinni t. d. oft vera sú,
að unga fólkið hefur ekki iðkað þá list að berjast við
erfið viðfangsefni, heldur þvert á móti tamið sjer að
víkja jafnan úr vegi fyrir erfiðleikunum, til þess að
komast hjá baráttunni?
íþróttir ættu að geta þroskað ungu kynslóðina á líkan
hátt og vinnan, en þá verða þær að vera stundaðar af
alvöru og kostgæfni.
Vinnan hefur jafnan verið og verður það sem þrosk-
V 9