Hlín - 01.01.1927, Side 132
Hlín
130
ar manninn best. Það er sama hvaða störf. það eru, að-
eins þarf að stunda þau trúlega. — Það, að margir hafa
óbeit á vinnu, er hjá eldra fólkinu af því, að því hefur
einhverntíma verið ofboðið, svo það hefur orðið uppgef-
ið, en hjá unga fólkinu mun það almennara, að það hef-
ur ekki verið alið þannig upp, að það hafi vanist á að
leysa af hendi hæfilegt, ákveðið verkefni. — Þegar
barni er t. d. sagt að gera eða iæra eitthvað óákveðið,
sem það annar ekki, þá gefst það upp og starfslöngun-
in lamast. Börnum er nauðsyniegt að hafa áltveðið
verkefni, hæfilegt eftir starfskröftum, og það er nauð-
synlegt, að litið sje eftir að barnið leysi verk sitt vel af
hendi, hvort heldur það er vinna eða nám. Börnin sýna
mjög snemma starfslöngun,. og hana má ekki lama,
hvorki með því að vanrækja að leggja þeim til verkefni,
nje með því að ætla þeim of þungt viðfangsefni, svo
þau gefist upp.
Jeg býst við, að margir þeir, sem hai’a haft börn til
umsjónar eða kenslu, hafi tekið eftir þessu. Það er
afar áríðandi að velja barninu hæfilegt verkefni, svo
það sæki námið af kappi, og fái að gleðjast yfir hverj-
um sigri. Það er sönn gleð'i, sem þá skín á barnsaJidlit-
inu, en þetta fæst því aðeins, að kennarinn, sem náminu
stjórnar, þekki starfskrafta barnsins, en fái því ekki ó-
ákveðið verkefni, eða svo mikið, að það geti ómöguiega
leyst það af hendi, það sljóvgar starfslöngun barnsins,
af því það kemur því til að gefast upp.
Gamla fólkið talaði oft um trúmensku og skyldu-
rækni, en það orð skilja þeir ekki, sem aldrei hefur
kent verið að rækja neinar skyldur, eða sett fyrir að
leysa af hendi neitt ákveðið verkefni. — Þeir láta sjer
því ekki skiljast, að alt, sem menn taka sjer fyrir hend-
ur og ætla sjer að framkvæma, hvort það er stofnun
heimilis og hjúskapur, bundin trygðabönd, nám eða