Hlín - 01.01.1927, Síða 133
Hlín
131
starf, alt heimtar það þol, sem þeir einir hafa til að
bera, sem á uppvaxtarárum sínum hafa tamið sjer að
gefast ekki upp.
M. K. Jónsdóttir.
frá Hjarðarholti.
I Ólafsdal fyrir 30 árum.
Kæra »Hlín«. Þú biður mig að segja þjer eitthvað
frá heimilissiðum í ólafsdal á skólaárunum. Og af því
að jeg get ekki borið á -móti því að jeg væri þar ýmsu
kunnug, og af því, að jeg vona að hlutaðeigendum sje
það ekki á móti skapi, vil jeg reyna að verða við bón
þinni.
Þegar jeg kom að ólafsdal voru 35 manns þar heimil-
isfastir, og þar að auki var oft margt tímafólk t. d.
smiðir, kaupakonur á sumrin, stundum 6, og stundum
voru teknir menn viku og viku við ýmsa vinnu. Altaf
var nóg að gera, og öllum verkum svo vel niður raðað,
að aldrei var til fyrirstöðu við vinnuna, þó margir
væru. Við heyvinnuna voru t. d. aldrei margir látnir
taka saman sama flekkinn, heldur skift í flokka, og
aldrei rifjuðu nema 2—3 í flekk. Jeg held jeg hafi
aldrei vitað húsbændur sem höfðu jafngott lag á að
koma starfsáhuga inn í fólkið og þau hjón: Torfa sál.
Bjarnason og Guðlaugu Sakaríasdóttur. Það var eitt-
hvað svo mikil kepni við alt. Allir vildu geta sem mest,
enda var sagt, að giæti ekki unglingurinn, hvort heldur
var karl eða kona, mannast í ólafsdal, væri það ekki
9*