Hlín - 01.01.1927, Page 134
132
Hlín
unt. — Og ekki voru þá vandræðin með að fá hjúin.
Stundum buðust fleiri stúlkur en þurfti, þó voru vinnu-
konur þá 8—9, og flestar 11. Vinnumenn voru ekki
nema 2 og 3, því skólapiltar unnu heimilisverk allan
sláttinn, og 4 tíma á dag að vetrinum. — Skrifaðar
reglur hjengu í skólastofu, fyrir piJta, þar sem ákveðið
var um vinnu og lærdómstíma, og eftir þeim stjórnað-
ist mikið alt á heimilinu. — Á sumrin áttu allir að byrja
vinnu kl. Qy2, en á vetrum kl. 7. Þá var setið við ullar-
vinnuna, sem þá var mikil og lengst af unnin öll í hönd-
um. — (Torfi smíðaði rokka allra manna best. Hann
útvegaði líka kembivjelar, sem starfræktar voru í ólafs-
dal í nokkur ár með ágætum árangri). Af vaðmálum og
dúkum var unnið mest á 7. hundrað álnir yl'ir veturinn,
og í plögg þurfti 100 pd. af ull á ári. öllum voru lagðir
til sokkar og vetlingar, skólapiltum líka. Var það siður
húsfreyju, að skrifa hjá sjer, hve mikið af plöggum:
sokkum, vetlingum og illeppum hver piltur hefði með
sjer og skila með tölu aftur, er þeir fóru, og stundum
meiru hjá þeim sem lítið áttu. — Allir sokkar voru
prjónaðir í vjel. — Flestir dúkar voru unnir úr alull, þó
eitthvað hafður tvistur í uppistöður og einnig ofinn ein-
göngu í lök. — Dúkar voru hafðir í kjóla, svuntur,
miliipils, milliskyrtur og sængurver. — Allar stúlkur,
sem ekki höfðu á hendi húshirðingu, áttu að hafa klætt
sig, þvegið og greitt (og ekki mátti gleyma skotthúf-
unni) og sest við ullarvinnu kl. 7 á morgnana. — Var
þá oft reynt sig að spinna hespuna. — Húsmóðirin og
dætur hennar voru ákaflega fljótar að spinna. Einu
sinni gerði Guðlaug það að gamni sínu, að láta skamta
og skenkja kaffið fyrir sig einn dag, til að vita hvað
hún gæti spunnið. Spann hún þá 8 hespur af ívafi, en
dætur hennar, sem fljótastar voru, spunnu vanalega
6 hespur á dag. Var það markið, sem stúlkur keptu að,