Hlín - 01.01.1927, Page 135
Hlín
133
að komast sem næst systrunum í flestu, enda urðu t. d.
margar stúlkur mjög duglegar að spinna.
Á hverjum laugardegi var skrifað yfirlit yfir alla
vinnu, varð þá að segja hve marga daga hver stúlka var
við ullarvinnu, og hve mikið unnið var, og eins, ef
saumað var eða prjónað, hve miklu þar var afkastað.
Þetta var gert vegna búreikninga, sem Torfi sál. hjelt.
— Tvær stúlkur voru við eldhúsverkin. önnur var við
alla matreiðslu, þvott á leirtaui og eldhúsi, en hin að
leggja á borðin, hirða borðstofu, búr, öll hnífapör,
þurka allan leir og vera altaf við hendina, er húsmóðir-
in var að skamta og skenkja, til að bera mat og kaffi.
Þetta var kallað að vera í »snúningunum« og var, satt
að segja, betra fyrir þann, sem hafði þann starfa, að
vera ekki mjög stirður í fótunum, því oft þurfti að
flýta sjer, ef húsmóðurinni átti að líka, hún vildi nefni-
lega komast sem fyrst að rokknum aftur. Oftast voru
unglingsstúlkur látnar gera þessi verk. — Oft var glatt
á hjalla og hávaðasamt í baðstofunni, því þó 6 og 7
rokkar og kambar suðuðu, var samt talað saman sjer til
skemtunar, og varð þá eðlilega að hafa nokkuð hátt, því
svo bættust við höggin í vefstólnum, sem barinn var
undir loftinu.
Stundum var ein dætranna alveg við kenslu heima á
vetrum, voru þá oft teknar stúlkur til að læra, einnig
heimastúlkur, sem samið höfðu um að fá tíma til náms.
Stundum, þegar gott var veður, ljek alt unga fólkið
sjer úti í rökkrinu. — Einstöku sinnum á sunnudögum
var sótt um leyfi til skólastjóra að mega dansa, annars
var lítið gert að því, nema á hátíðum, þá var ótakmark-
að frelsi til að vaka og skemta sjer eftir vild. — Jólin
voru sjerstaklega skemtileg, enda var alt gert til að
gera þau sem hátíðlegust. — Aldrei byrjaði leikara-
skapur, nema þá söngur, fyr en eftir lestur á jóladag,
en úr því var nú haldið áfram. — Skólapiltar höfðu oft