Hlín - 01.01.1927, Side 136
134
Hlín
undirbúið ýmislegt til skemtunar um hátíðar. Stundum
voru t. d. leiknir smáleikir, hafður álfadans o. fl. —
Ekki hafði verið siður í ólafsdal að hafa jólatrje, þá
voru þau ekki orðin eins algeng og nú. — Jeg man það
þótti ekki lítil hátíð í fyrsta sinn, sem jólaborðið var
prýtt með dálitlu jólatrje. Margir höfðu aldrei fyr á
æfi sinni sjeð jólatrje og þótti þetta því svo dýrlegt, og
þó býst jeg við, að það jólatrje þætti nú á tímum ekki
skrautlegt, að minsta kosti ekki í kaupstöðunum. Á því
. var n.l. ekkert útlent skraut, sem óneitanlega prýðir
mikið, heldur alt heimagert. — Það var einu sinni
snemma á jólaföstu, að ein systirin (mig minnir, Ást-
ríður) kallaði á okkur alla unglingana til viðtals. Var
• það erindið að spyrja okkur, hvort við vildum ekki taka
að okkur að búa til einhverja smáhluti á jólatrje. Sagð-
ist hún vera búin að útvega mislitan pappír, sem til
þess þyrfti, en auðvitað yrðum við að gera þetta í okk-
ar tíma. — Já, við vorum nú til með að reyna, því mikil
var tilhlökkunin að fá að sjá jólatrjeð. — Svo var efn-
inu skift, og okkur sagt að við mættum búa til þá hluti
sem við helst vildum. — En enginn mátti sjá eða vita
hvað hver byggi til, fyr en á sunnudaginn næstan fyrir
jól, þá átti að binda lyngið á trjeð, og sjá hvernig dótið
færi á því. En alt fór þetta svo laumulega, að engir aðr-
ir sáu eða vissu, en þeir sem við það unnu. Jólatrjeð átti
að koma óvænt. — En hvað þetta var altsaman gaman.
Aldrei hefur mjer þótt meira gaman að jólatrje en þá,
er við höfðum svona rnikið fyrir því. — Dótið var nokk-
uð margvíslegt: Körfur með ýmsu lagi, kassar, skór,
hús o. fl., alt úr pappa, prýtt með allavega litum glans-
pappír, og svo talsvert af blómum, og alt þótti þetta
fallegt. — Þannig er þá sagan af fyrsta jólatrjenu, sem
haft var í ólafsdal, mjer er hún svo kær, að jeg gat ekki
hlaupið yfir hana, fyrst jeg mintist á jólin. — Sjaldan
■ eða aldrei spiluðu þau húsbændurnir á spil, nema á há-