Hlín - 01.01.1927, Side 137
Hlín
135
tíðum, enda minnir mig að Guðlaug segðist þá ekki
kunna að spila annað en Marías og Alkort. Hún hafði
ekki sjeð spil fyr en um tvítugsaldur. Sagðist hún þá
einu sinni hafa verið að taka ofan úr bókaskáp með
fóstru sinni, Guðlaugu, konu Ásgeirs alþingismanns á
Þingeyrum, þá koma þar í skápnum spil, sem Guðlaug
yngri sjer þá í fyrsta sinn. Segir fóstra hennar þá, að
þannig standi á, að þessi hlutur hafi ekki notaður verið,
að sjálf hafi hún verið mikið gefin fyrir spil, en maður
sinn þvert á móti, honum hafi leiðst svo spil, að hann
vildi helst ekki sjá þau. En þegar hann lofaði henni að
ganga í vínbindindi, hefði hún aftur á móti lofað að
hætta að spila, og bæði hjeldu bindindið vel. — En þeg-
ar Guðlaug í ólafsdal var komin um fimtugt, lærði hún
að spila Vist og Púkk, og þótti gaman að.
Góða »Hlín« mín, jeg veit, að þó þú eigir heima í
Reykjavík, þá tekur þú ekki til þess, þó jeg nefni þau
Torfa sál. skálastjóra og konu hans oftast bara hús-
bændur, þetta var heimilissiður, þá var ekki skólastjóri
og frú í hverju orði, og ekki ljetu þau fólkið sitt þjera
sig, og var þeim þó sýnd fullkomin virðing og hlýðni.
— Vinsældir þeirra og framkoma við hjúin sýndi sig
best í því, að mörg hjúin voru hjá þeim í 10—30 ár.
Það mætti margt fleira frá ólafsdal segja, og vildi
jeg að það vildu einhverjir gera, sem færari eru til þess
en jeg, því þó kunnugt sje æfistarf Torfa sál., þá væri
þó sjálfsagt margt sem t. d. lærisveinar hans og þeir
sem náin kynni höfðu af honum, gætu sagt um kenn-
arahæfileika hans og mannkosti, og yfirleitt um bar-
áttu þeirra hjóna fyrir þessum fyrsta búnaðarskóla
landsins, sem svo var lagður niður, er þau höfðu ný-
lega háð sitt síðasta stríð fyrir honum, n. 1. bygt þetta
stóra íveruhús, sem þau auðvitað hafa búist við að yrði
lengur notað sem skólahús. — En þó að yfirvöldum
okkar sýndist heppilegra að leggja niður það fyrir-