Hlín - 01.01.1927, Page 140
138
Hlín
6, þú kaldi og tilfinningalausi heimur! Þetta er ekki
eina olnbogabarnið þitt. Þetta er ekki eini maðurinn,
sem þú hefur hrakið út í myrkur misskilningsins, af
því hann kunni ekki listina að leika. — Þeir eru í tölu
þúsundanna, sem af höndum meðbræðra sinna, hefur
verið hrundið út í helmyrkrið, einmitt er þeir þráðu
það heitast að mega rjetta hendina að vini. Og í stað
> þess, með aðstoð vina, að geta orðið að nytsömum
borgurum í þágu þjóðar sinnar, hafa þeir orðið að
glerbrotum á haugi mannfjelagsins.
Án efa hefur þessi maður, árla á æfimorgni sínum,
staðið með beint bakið og horft eftirvæntingaraugum
á heiðan vonahimininn hvelfast yfir draumalöndum
sínum. Er lengra leið á daginn, dró ský fyrir sólu. Ef
til vill hefur einhver kipt að sjer hendinni, sem búinn
var að rjetta hana fram til vináttu, og það svo lagt lífs-
gleði mannsins banaspjóti. Þá byrjuðu útlegðar-árin.
Og frá þeim tíma gekk hann aleinn, af öllum yfirgef-
inn. Bróðurkærleikurinn lýsti sjer helst í því, að ná-
unginn heiðraði hann með nafninu: »Karlræfillinn«.
Nú er hann horfinn, dáinn, — gleymdur. — En í
anda lítum við hánn að síðustu á grafarbarminum:
Hann styðst fram á staf sinn og lítur aftur. Með aug-
unum leitar hann að einhverju sjerstöku og loks er það
fundið: Þú, hver sem þú ert, sem hefur brugðist orðum
þínum og kipt að þjér hendinni, eftir að hafa rjett
hana fram og vottað með henni vináttu, hann horfir á
þig! Geturðu staðist dæmandi augnaráð hins deyjandi
manns? Geturðu, án þess að vikna, horft í föla glamp-
ann í augum hans, sem nú er að kulna út? Glampinn er
endurskin þeirrar hugsunar, hvað líf hans hefði getað
orðið bjart og hlýtt, ef hann aðeins hefði átt einn ein-
asta vin til að styðjast við. — Þegar hann hefur fest
þessa mynd í huga sínum, deyr glampinn úr augunum
og með rólegu brosi sofnar hann sinn hinsta blund. —