Hlín - 01.01.1927, Side 141
Hlin
139
En maðui' sagði manni: »Karlræfillinn er dáinn«.
Hann var jarðaður. — Enginn lagði blóm á leiðið.
Enginn fórnaði einu tári. —
En ef einhverjum þætti það ómaksins vert að líta á
leiðið, sem vökvaðist engum vinatárum, mundi hann
sjá, að móðurjörðin hefur lagt fagra líkblæju yfir barn-
ið sitt, því að árlega grær gröfin yndisfögrum blómum,
sem gráta í næturkyrðinni yfir manninum, sem grjet,
en enginn huggaði, manninum, sem dó í útlegð mitt á
meðal meðbræðra sinna, manninum, sem á gröf sína
meðal þúsund gleymdra grafa.
Ásm. Eiriksson.
Síðustu spor öldungsins.
Það eru tveir mannsaldrar síðan hann sat einn morg-
un í aprílmánuði á rúmi sínu, starði í gaupnir sjer og
hugsaði. Hann hafði lagt frá sjer gleraugun og gamla
bók á íitla borðið, er stóð í horninu við skilrúmið. —
Það var Vísnabókin, er prentuð>var á æskuárum hans,
og nú var hann kominn á níunda tuginn, ennþá karl-
anannlegur á velli og' allhress. — Það var hálf skugg-
sýnt í baðstofunni, þrátt fyrir tveggja rúðu suður-
glugga á þekjunni yfir höfði öldungsins. — Skýja-
bólstrar svifu um himininn og sá til sólar við og' við. —
Öldungurinn horfði á glampana, sem komu og fóru, og
var daufur í bragði. —
Alt í einu virtist sem Ijetti yfir skapi hans, og hann
rjetti sig upp í sætinu, dró fram skúffu í borðinu, tók
fjaðrapenna og blek, opnaði gömlu bókina og skrifaði
innan á spjaldið þessa vísu: •