Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 143
Hlín
141
ætla að nota góða veðrið og heimsækja ekkjuna í Sand-
ási eins og hún hefur lengi óskað, og bað mig síðast við
jarðarför bónda síns«. — Stór kona, þjettleg á velli, en
grannleit og föl, kom inn með föt bónda síns, hún
strauk treyjubarmana og skóf þvengina hvíta í skón-
um, hjálpaði honum að klæða sig, og stundu síðar var
afi gamli albúinn. — Hann mintist við konu sína,
klappaði á höfuð yngstu barnanna og kysti síðan alt
fólkið, sem var margt: 16 afkomendur tveggja sona
hans. Seinast tók hann Vísnabókina og stakk í barm
sinn og gekk hægt og gætilega fram gólfið og bæjar-
göngin — í síðasta sinni. —
Öldungurinn varpaði öndinni allþungt, er hann kom
út úr »forskygninu«. — Á hlaðinu stóð sonur hans, gild-
legur maður, á fertugs aldri, fríður sýnum, bjarthærð-
ur, en mjög þunglyndislegur. Hjá honum stóð bjartleit
kona, fjörleg og bi-osandi og breiddu þau þófa og söðul-
klæði á stóran, gráan hest, fjörlegan. — »Það má segja
að þú ert orðinn uppábúinn og hetjulegur, karlinn«,
segir konan. — »En nú er farið að kæla á sunnan, og
skal jeg sækja vörusokk og leggja um hálsinn á þjer,
vinur minn«. »Þess þarf ekki«, kvað gamli maðurinn.
»Lagaðu nú fæturna 1 ístöðunum. Kystu svo á kampana
á karlinum. Guð blessi þig, góða kona«. — Svo rendi
hann augum yfir hóla og lautir og upp á flóann, tók of-
an hattinn og las ferðamannsbæn, og bauð syni sínum
»Góðar stundir«.
Það reis stinnings þeyvindur ámóti feðgunum suður
engjarnar, og vildi sonurinn aftur snúa, en hinn vi-ldi
fara sem ætlað var. Og kornu þeir um nónbil í Sandás.
Tók ekkjan við þeim með gleðibragði, og leiddi í bæj-
inn, hinn sama og enn er þar. — Síðan bjó hún öld-
ungnum mjúkt hægindi og veitti góðan beina af mikilli
alúð. Næstu daga ræddu þau margt um fornan fróðleik,
en þó mest um kveðskap hans og annara. Las hann