Hlín - 01.01.1927, Side 144
142
Hlín
löngum í Vísnabókinni, og kvað hún skyldi eiga hana
til minningar um vináttu þeirra.— »Jeg hef«, kvað hann
»brent alla mína kveðlinga, er jeg hafði skrifaða. Það
ætti alt að gleymast, því fátt af því er guðrækilegs efn-
is, og má jeg það nú ekki bæta hjer eftir«. — »Ljóða-
brjef þín og vögguvísur eru alkunn um margar sveitir,
og verið vel þakkað og metið«, kvað konan. »Og eftir
lifir minning mæt, þó maðurinn deyi«.
Páskadagurinn rann upp heiður og fagur, og var
snjóljett eftir hlákuna um Skírdags helgarnar. öldung-
urinn var sjúkur síðasta sólarhringinn, en ekki þungt
haldinn. Fór ekkjan frá Sandási til kirkju, og bað hann
hana að skila til prestsins, að hann »mintist sín á stóln-
um«. — Presturinn bað hlýtt og hjartanlega að sjúk-
leiki öldungsins yrði honum bærilegur, að algóður guð
líknaði honum og meðtæki sálu hans. — öldungurinn
var allhress, er ekkjan kom frá messunni, og spyr hvort
fólk hafi verið þar frá sínu heimili. Sagði hún að
tengdadóttir hans hefði beðið að heilsa honum. »Hún
hefur verið glöð eins og hún er æfinlega«, segir hann.
Og játaði hún því. — »Mintist presturinn mín?« spyr
hann eftir litla stund, »Það gerði hann prýðilega«, kvað
konan. —
Svo fór konan að klæða sig úr sparifötunum, og hafði
aðeins lokið við það, er henni varð litið á hvílu öldungs-
ins, og sá þá að hann dró síðustu andartökin.
Gamli maðurinn hvíldi þar stórleitur, bjartur og
mikilúðlegur eins og hann segði: »Sáttur er jeg við guð
ogmenn«.
G. Stefánsdóttir,
Garði.