Hlín - 01.01.1927, Side 145
Hlín
Í43
Búningamál
eftir Jóhönnu A. Hemmert, Blönduósi.
Ekki alls fyrir löngu var jeg á samkomu, og eins og
lög gera nú ráð fyrir, var »dans á eftir«. Tilsýndar voru
ungu stúlkurnar marglitar og skrautlegar að sjá, mjer
duttu í hug útlendu, litfögru blómin, sem við höfum á
heimilum okkar til prýðis og skemtunar. En í þessum
litfagra kvennahóp voru nokkrar klæddar peysufötum
og upphlut. Hugurinn hvarflaði ósjálfrátt að jurta-
gróðri lands vors, að blómunum okkar, sem eiga rætur
sínar í móðurmoldinni, og sækja þangað kraft til að
lifa og prýða landið okkar. — Mjer fanst þá, þegar bor-
ið væri saman það íslenska og hið útlenda, að það sem
er innlent og gott, sje ágætara en hið útlenda, þótt fag-
urt sje á að líta.
Þjóðbúningar vorir eru svo fagrir, að þeir prýða
hverja þá konu, sem klæðist þeim, þeir ættu því að vera
sjálfsagðir, sem aðalbúningar vorir hjer á landi. — Það
er ekki með þá eins og búningana í nágrannalöndunum,
að hvert hjerað hafi sinn búning, þar sem þeir annars
eru notaðir nú á dögum.
Hjer áður, voru konur ýmist í svörtum eða mislitum
faldbúningi, en þegar Sigurður Guðmundsson, málari,
breytti og fullkomnaði búninginn, gerði hann líkan og
hann er nú, þá vildi Sigurður hafa hann aðeins svart-
an, eins og peysufötin. — Þessir búningar báðir eru svo
fallegir, að hjer á engin breyting við. En það eru upp-
hlutsfötin, sem jeg ætla aðallega að ræða um. — Fyrr-
um fylgdi upphluturinn faldbúningnum, og var því eng-
in sjerstakur búningur, Sigurður málari teiknaði mynd
af stúlku í upphlut með skotthúfu, en myndin er brjóst-
mynd, og er því ekki að vita, hvernig hann hefur ætlast
L'