Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 146
144
Hlín
til að pilsið væri. Þessa mynd sá jeg fyrir skömmu á
þ j óðmen jasaf ninu.
Á fundi í hinu íslenska kvenfjelagi í Reykjavík nú
síðastliðið vor, bar jeg upp tillögur frá okkur frú Mar-
grjetu K. Jónsdóttur, gjaldkera fjelagsins, og skoruð-
um við á fjelagskonur að beita sjer fyrir þeim.
Tilllögurnar voru þessar:
1. Að breyta upphlutsbúningnum þannig, að hann yrði
aðgengilegri fyrir ungar stúlkur, sem annars klæð-
ast erlendum búningi, svo þær gætu klæðst þjóðlega
1930.
2. Að hann þyrfti ekki að vera eins dýr eða íburðar-
mikill eins og hann er alment hafður nú.
3. Að pilsið sje haft styttra og ekki eins vítt.
4. Að upphlutsfötin sjeu höfð úr sama efni og samlit,
og pils og bolur megi eins vel vera með öðrum lit en
svörtum, svo sem dökkbláum, dökkrauðum o. s. frv.,
en skyrtan sje höfð mikið ljósari.
5. Að stúlkur geti fengið annað höfuðfat í stað skott-
húfunnar, þær sem það vilja.
6. Að svuntan sje ekki höfð eins stór og við peysuföt,
og jafnvel megi, eins og fyr meir var gert, aðeins
»leggja« svuntu á framdúkinn á pilsinu. — En ann-
ars sje engu breytt með snið á bol og skyrtu.
Það var talsvert rætt um þetta mál á fundinum, og
f jellu konum þessar tillögur yfirleitt vel í geð, og komu
nokkrar þeirra með upplýsingar, sem styrktu mál okk-
ar frú Margrjetar. — Við snjerum okkur til tveggja
ungra listamanna í Reykjavík: Finns Jónssonar og
Björns Björnssonar, sem mikinn þátt hafa átt í að út-
búa þjóðbúning karknanna þetta ár, og tóku þeir vel í
að hjálpa okkur, og treystum við þeim hið besta í þessu
máli.
Það virðist ástæðulaust að einskorða sig við að hafa
peysupils, peysusvuntu, og peysuhúfu við upphlutinn,