Hlín - 01.01.1927, Síða 149
Hlín 147
stóru svæði, sem svona skiftist, þegar maður gengur
um það, eins og jeg hef lýst.
Ef góð er tíð seinni part vetrar, t. d. á Góu, byrjar
melurinn að spretta, »blaðkan« fer þá að sýna sig, eru
melarnir oft algrænir um sumarmál. — Þegar svo er,
að melarnir eru grænir um sumarmál, springur melur-
inn út um Jónsmessu (það er að segja: »Stöngin« byrj-
ar þá að vaxa upp úr »blöðkunni«, þá er hún fullsprott-
in) .Verður þá melurinn »skær« um 21. helgi, ef þurka-
sumar er. Telur maður að melurinn sje »skær«, þegar
»stöngin« er bleik undir ax. — Hlakka margir til að
fara að skera melinn, þegar sá tími kemur. öllum þykir
það skemtileg vinna, en margir kvarta um bakverk við
vinnuna, því maður verður að ganga hálfboginn við að
skera melinn. Það er farið með tjald og legið við, sem
kallað er, því langt er til bæja og stuttur dagur. — Með
vinstri hendi er stöngin tekin og skorið með hægri
hendi niður við sandinn með »sigða«. (Sigðaskaftið er
5 kvartil á lengd og sigðablaðið kvartil). — Er skorinn
fullur hnefi af stöngum og snúið í hendinni, til þess að
hnefinn sje sem stærstur. Eru 3 hnefar látnir saman,
og er það kallað »hönd«, eru svo 4 »hendur« látnar í
»part«, og 3 »partar« í klif. Það er búið til »bindi« úr
stöngum, sem dregnar eru upp með rótum, og »bentur«
hver »partur« fyrir sig. Er »pörtunum« raðað þannig
í klif, að »stjelið« snýr niður og axið upp, svo kornið
fari ekki úr við flutninginn. Þegar heim er komið, er
settur upp »skökustokkur«, er það sívalur staur, sem-
settur er á tvö hrip, og »melpartur« undir hvorn enda,
og barið kornið úr »stönginni«, er það kallað að »skaka«
melinn. — Korninu er nú sópað saman og búnar til
»lanir«, sem látnar eru standa fram eftir vetrinum,
að kornið er búið að gerast í »lönunum«. Þá er farið að
kynda. Fyrst eru bunar til »fláttur« úr stönginni (líta
10*