Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 150
148
Hlín
þær út eins og mottur), er »fiáttunum« raðað á staura,
sem festir eru í veggina í þar til gerðu húsi, sem er líkt
og venjulegt fjárhús nema hærra. Er búin til kró í öðr-
um enda hússins, sem kallað er »sofnstæði«. Þá er korn-
ið breitt á »flátturnar« og kveikt bál undir korninu,
þangað til kornið virðist nógu þurt til að troða það, er
þá »sofninn« tekinn ofan. — í öðrum enda hússins eru
tvær tunnur grafnar niður í gólfið og botninn tekinn
úr þeim og hella sett í staðinn. Því næst er kornið látið
1 tunnurnar (sem nú eru kallaðar »byttur«), og troðið
með berum fótunum, þangað til hýðið losnar af »tinan-
um« (kjarnanum) og er þá búið að troða »skambytt-
una«i, og kornið látið í poka og þar næst »drift« (hrist)
í »driftatrogi« (lítur það út sem annað trog, nema
handarhald á hvorum gafli). Eru svo troðnar »tina-
bytturnar«, og »drift« aftur, og er þá búið að »kynda«
og »tininn« orðinn hreinn. — Þá er næst að mala korn-
ið og elda úr því, venjulegast er eldaður úr því hnaus-
þykkur grautur, sem kallast »deig«, er hann ekki síst
sælgæti, er nýtt smjör er látið í hann heitan, líka má
búa til úr mjölinu brauð og kökur, en er miklu verra.
Þetta villikorn eða melkorn er enn nokkuð notað í
Skaftafellssýslum, og er bragðbetra en annað korn,
sem jeg þekki.
Þykkvabæjarklaustri í júlí 1927.
Hildur Jónsdóttir.