Hlín - 01.01.1927, Page 151
I
Hlín 149
Fundargerð
aðalfundar »Sambands austfirskra
kvenna« 1927.
Ár 1927, laugardaginn 16. júlí, hjelt »Samband aust-
firSkra kvenna« stofnfund sinn að Mjóanesi á Fljóts-
dalshjeraði.
I.
Formaður Sambandsins, Sigrún P. Blöndal, setti
fundinn og stýrði honum. Kvaddi hún til fundarskrif-
ara, Guðrúnu ólafsdóttur, Skeggjastöðum. — Skýrði .
hún í fáum orðum frá kvennafundinum á Egilsstöðum
þ. 18. júlí f. á., er leiddi til stofnunar þessa austfirska
sambands-fjelagsskapar kvenna. Þá gat hún þess, að
sjerstakar ástæður hefðu valdið því, að þessi fundur
var ekki boðaður öðrum en fulltrúum einum. Bauð
hún því næst fundarkonur velkomnar. Kvað einkum
gleðja sig að sjá fúlltrúa frá kvenfjelaginu »Kvik« á
Seyðisfirði, vegna þess, að hún teldi holt og heillavæn-
legt að sem best samvinna væri milii »Hjeraðs« og
»Fjarða«-, þó atvinnuvegir væru eigi hinir sömu. Væri
stjettarígur hið mesta mein litlu þjóðfjelagi. Fœri vel
á, ,að konur sýndu í verki að þær litu svo á, er þær
byrja að starfa út á við. — Þá mintist hún látinnar
stjórnarkonu Sambandsins, Margrjetar Sölvadóttur,
Arnheiðarstöðum. Hafði hún verið fyrsta konan, sem
hreyft hafði þessari sambandshugmynd. Bað hún fund-
arkonur að standa upp í þakklætis- og virðingarskyni.
Loks gat hún þess, að störf Sambandsins á árinu væru
ekki önnur en þau, að bráðabirgðarstjórn sú, er
kvennafundurinn á Egilsstöðum kaus, hefði gert upp-
kast að lögum fyrir Sambandið og skrifað ýmsum