Hlín - 01.01.1927, Page 153
Hlín
151
VI.
Uppeldis- og mentamál:
1. Húsmæðrafræðsla á Austurlandi.
Margrjet Pjetursdóttir hafði framsögu. Mintist hún
fyrst á, að þetta mál væri gamalt hjer á Austurlandi.
Fyrir hjer um bil 30 árum hefði verið hafin fjársöfn-
un í því skyni að koma upp kvennaskóla í fjórðungn-
um. Mundi það fje vera geymt á vöxtum. Hefði málið
legið í þagnargildi um langt skeið, en nú væri hreyf-
ing hafin á ný hjer eystra, til að koma á fót húsmæðra-
skóla á Hallormsstað. Taldi hún að allir Austfirðingar
mundu einhuga um, að enginn staður væri betur fall-
inn til skólaseturs, bæði vegna fegurðar og annara
kosta. — Síðan skýrði formaður frá gerðum nefndar
þeirrar, er kvennafunduiúnn á Egilsstöðum 1926 hefði
skipað, til að vinna að framkvæmd þessa máls, ásamt
stjórn Búnaðarsambands Austurlands. Taldi hún að
engum stæði nær en austfirskum konum að halda máli
þessu vakandi. Mættum við ekki gefast upp, þó eigi
bljesi byrlega í fyrstu. Væri engin von að við fengjum
hrundið þessu máli í framkvæmd nú þegar. Hefðu þing-
eyskar konur barist fyrir húsmæðraskóla alla tíð síðan
kvenfjelagsskapur hófst þar í sýslu, og fengið litlu á-
orkað enn. Áleit að ýmislegt mælti móti því að hús-
mæðrafræðsla væri í sambandi við alþýðuskóla. Rjeði
eindregið til að hopa hvergi frá því marki að fá komið
á fót húsmæðraskóla á Hallormsstað.
Allmiklar umræður urðu um þetta mál. Hólmfríður
Imsland taldi það vera gleðiefni, ef húsmæðraskóli
kæmist á fót á fögrum stað í sveit hjer austan lands,
þar sem ungar stúlkur úr kaupstöðum gætu fengið
tækifæri til að dvelja um tíma og njóta góðra áhrifa
sveitalífsins. Þá gat Sigrún Blöndal þess, hver orðið
hefðu afdrif þessa máls á síðasta Alþingi. En jafn-
framt hefði Alþingi veitt sjer styrk til húsmæðra-