Hlín - 01.01.1927, Page 154
152
Hlín
fræðslu í vetur. Væri það ætlun sín að gefa nokkrum
stúlkum kost á slíkri fi-æðslu næsta vetur. Skýrði hún
frá, hvernig hún hefði hugsað sjer fyrirkomulagið í
stórum dráttum. — Guðríður Guðmundsdóttir var máli
þessu mjög hlynt. Fanst konur ekki mega sitja að-
gerðalausar og bíða þess að skóli yrði lagður upp í
hendur þeim. Vildi minsta kosti að Sambandsdeildirn-
ar reyndu á einhvern hátt að hlúa að þeim litla vísi,
sem þegar væri byrjaður.
Sigrún Blöndal bar fram svohljóðandi tillögu:
»Fundurinn leggur til, að eitt af þeim málum, sem
»Samband austfirskra kvenna« beiti sjer fyrir, verði
húsmæðrafræðsla á Austurlandi, og skora á sambands-
deildirnar að vinna að því, að komið verði á fót, sem
fyrst, húsmæðraskóla á Hallormsstað, bæði með því að
beita sjer fyrir fjársöfnun og með því að afla málinu
fylgis.«
Samþykt með öllum atkvæðum.
2. Barnafræðsla. Framsögu hafði Guðríður Guð-
mundsdóttir. Taldi nauðsynlegt að konur ræddu þetta
mál. Væri síður en svo, að því væri enn ráðið til lykta
á þann hátt, sem unandi væri við. Kristindómsfræðsl-
unni áleit hún mest ábótavant. Taldi altof litla sam-
vinnu milli heimila og skóla. Áleit að heimilin gætu
gert miklu meira fyrir fræðslu barna fyrir og eftir
hinn lögboðna fiæðslualdur. Lagði einkum áherslu á
að börnin týndu ekki niður öllu, sem þau hefðu lært, er
barnaskólinn hefði slept af þeim hendinni. Vildi láta
glæða átthagaást barna meira en gert væri.
Nokkrar umræður urðu um málið. Sigrún Blöndal á-
leit hafa verið óviturlegt af íslendingum að kasta
heimafræðslunni. Taldi námsgreinar í farskólunum of
margar. Varðaði mestu að börn væru vel læs og skrif-
andi og kynnu helstu undirstöðuatriði í reikningi. Taldi
mæðrunum ætti að vera bæði ljúft og skylt að kenna