Hlín - 01.01.1927, Page 155
Hlín
153
börnum sínum að lesa, áleit einnig að hægast mundi
þeim að vekja og glæða trúarlíf barna. Áleit þá trú-
málafræðsluna mundi verða haldbesta. — Svohljóð-
andi tillaga var samþykt með öllum atkvæðum:
»Fundurinn álítur að heimilin eigi að leggja miklu
meiri rækt við fræðslu barna innan 10 ára aldurs, en
nú á sjer stað, einkum lestur og trúarleg áhrif, og álít-
ur að hvorttveggja sje einkum á valdi kvenna að lag-
færa, ennfremur leggur fundurinn til, að sambands-
deildirnar taki mál þetta til umxæðu og undirbúi fyrir
næsta ársfund«.
VII.
Heimilisiðnaður: Framsögu hafði Sigrún Blöndal.
Taldi hún að þetta mál hlyti að verða eitt aðalmál Sam-
bandsins, ekki síst vegna þess, að ekkert heimilisiðnað-
arfjelag væri til í fjórðungnum. Áleit aðalstarf Sam-
bandsins í því máli næstu árin yrði að undirbúa þátt-
töku Austfirðinga í landssýningunni 1930. Yrði það
einkum gert með sýningum. Þá taldi frsm. að heimilis-
iðnaður til sveita (ullariðnaður) rnundi hafa tekið þá
stefnu, sem heppilegust var, að rninka rokkspunann og
taka upp handspunavjelar, að eins þyrfti vefnaður að
aukast að stói'um mun. — Mikil nauðsyn væri og á að
menn lærðu að fara með spunavjelarnar, einkum þar
sem verið væri að byrja að nota þær. Vissi dæmi þess,
að menn hefðu fengið ótrú á þeirn vegna vankunnáttu
um notkun þeirra. — Þá taldi hún nauðsynlegt að sníða
ýmsan ullariðnað meii'a eftir kröfum tímans en ætti
sjer stað. Væri það líklegasta ráðið til að hefta eitthvað
kaup erlends iðnaðar af sama tæi, en til þess væru fyrir-
myndir nauðsynlegar. Taldi hina mestu nauðsyn á að
Sambandið byrjaði nú þegar að koma sjer upp sýnis-
hornasafni. Bauðst fi-sm. til að gefa því nokkuð af
vefnaðarsýnishornum. Þá taldi hún vex-ða sem fyrst að