Hlín - 01.01.1927, Síða 158
156
Hlín
Jólakertin.
(Æfintýri)
, \
eftir J. Magnús Bjarnason.
Það var á aðfangadagskvöld jóla.
Lítill sjö ára gamall drengur sat einn í rökkrinu í
kytrulegum kjallara undir hrörlegu marghýsi, er stóð
við þrönga götu í stórborg nokkurri í Ameríku.
Alt í einu opnuðust dyrnar, og kona gekk inn til
drengsins. Það var móðir hans. Hún var þvottakona. —
»Mamma«, sagði drengurinn, »eru þetta jólin ?« —
»Já, elskan mín«, svaraði móðir hans. — »Þá vil jeg fá
ljós!« sagði drengurinn. — »Já«, sagði móðirin og
kveikti á litlum olíulampa. »Hjer eru kerti handa þjer«.
Og hún rjetti drengnum tvö lítil vaxkerti, annað blátt,
en hitt grænt. — Drengurinn kveikti undir eins á
græna kertinu. »Jólaljós!« sagði hann. »Jólaljós!« Og
horfði um stund á ljósið. — »Heyrðu mamma«, sagði
hann alt í einu, »jeg ætla að gefa honum Nonna litla
bláa kertið.« — »Gerðu það«, sagði móðir hans. — »Þá
fer jeg strax á stað«. — »Ratarðu?« — »Já, hann á
heima í dimma kjallaranum undir sápugerðarhúsinu«.
— »Það er langur vegur«. — »0-nei«. — »Þú mátt ekki
villast.« — »Nei, — jeg fer beina leið«. —
Drengurinn slökti á græna kertinu, og hljóp svo út
með bæði kertin.
Nú víkur æfintýrinu til skrauthýsis nokkurs í útjaðri
borgarinnar. Þar bjó miljónamæringur. Alt húsið var
uppljómað af rafljósum, eins og framast mátti verða.
I einni stofunni sat ung kona, mjög hnuggin, og hand-
stórt hálsmen; en ungur karlmaður gekk um gólf, með
hendur í vösum, og var að sjá í þungu skapi.