Hlín - 01.01.1927, Page 159
Hlín
157
»Heyrðu bróðir minn«, sagði konan, »ertu ekki alveg
hissa á því, að maðurinn, sem kallar mig unnustu sína,
skuli senda mjer svona lítilfjörlega jólagjöf; því að
þetta hálsmen hefur ekki kostað meira en fimm þúsund
dali. Jeg get ekki látið neinn sjá mig með það, því að jeg
yrði óðar að athlægi — og það um jólin«.
»Það eru aðeins smámunir«, svaraði bróðir hennar,
háífönugur. »Jeg mundi ekki láta slíkt á mig fá. —Það
er jeg sem hefi ástæðu til að æðrast, því að jeg hefi set-
ið í kauphöllinni á hverjum degi í heilan mánuð, og
bjóst við að fá hundrað þúsund dali í hreinan ágóða, en
þegar til kom fjekk jeg aðeins tíu þúsundir. — Það
verða því næsta daufleg jól fyrir mig«.
í þessu opnuðust dyrnar, eins og af sjálfu sjer. Lítill
drengur, mjög fátæklega til fara, gekk inn í stofuna.
Hann hjelt á tveimur kertum, sínu í hvorri hendi, og
var annað kertið grænt, en hitt blátt. »Hvað viltu?«
sagði hinn ungi auðkýfingur og gekk á móti drengnum.
— »Jeg er að leita að Nonna litla«, sagði drengurinn, og
hann var blár í framan af kulda. — »Hjer er enginn
Nonni«, sagði hinn ungi maður. — »Hann á heima í
kjallaranum undir sápugerðar-húsinu. Jeg ætla að gefa
honum annað jólakertið mitt — það bláa«. — »Hjer er
ekkert sápuverkstæði«, sagði maðurinn, og hann opnaði
dyrnar. »út með þig!« -— Nú gekk unga konan fram til
þeirra og mœlti: »Nei, rektu ekki drenginn út, bróðir
minn, án þess að gefa honum eitthvað«. — »Jeg þarf
enga gjöf«, sagði drengurinn, »því að mamma gaf mjer
kerti, annað grænt.en hitt blátt og jeg ætla að gefa
Nonna litla það bláa. En jeg finn ekki húsið. — »Hvar
áttu heima?» spurði konan. — »í kjallaranum undir
marghýsinu, nr. 3, í Vatnsgötu. — Jeg skal fara«. —
»Nei, nei, ekki strax«, sagði konan. »Vertu hjá okkur
dálitla stund og kveiktu á kertinu þínu — því græna —