Hlín - 01.01.1927, Page 160
158
Hlín
og sýndu okkur ljósið. Við skulum láta fylgja þjer til
hans Nonna litla og síðan heim til þín«. — »Hvað ertu
að segja?« sagði bróðir hennar. — »Jeg stend við það
sem jeg segi«, sagði konan. »Þessi litli drengur er engill,
sem okkur er sendur í kvöld. Hann er sendur til þess að
kenna okkur: Hann er ánægður með tvö lítil vaxkerti,
og ætlar að gefa annað þeirra fátækum dreng, en við er-
um óánægð með gjafir og tekjur, sem nema mörgum
þúsundum dala«. »Þetta er satt«, sagði bróðir hennar,
og hann ljet aftur hurðina. — »Við skulum þá gleðja
þennan góða engil og fylgja honum heim«, sagði unga
konan brosandi; því að vissulega hefur hann komið með
jólaljós inn í þetta hús«.
Og drengurinn og móðir hans, og Nonni litli og syst-
kinin, voru sjerlega sæl og glöð þessa dýrlegu jólanótt.
»Sameiningin«.
Hnífurinn.
Smásaga eftir Þuriöi Pálsdóltur, Þórustöðum í Kaupangssveit.
Steina litla á Mel þótti mjög gaman að koma á bak góðum
hesti og að renna sjer á skíðum, þegar gott var færi. Aldrei setti
hann sig úr færi að leika sjer við aðra krakka, en skemtilegast
af öllu þótti honum þó að tálga mjúka spýtu með góðum hníf.
Og við getum ímyndað okkur að hann Steini litli á Mel, sem var
sonur efnaðasta bóndans í sveitinni, hafi átt allgóðan vasahníf.
Kn svo var nú samt ekki, hann átti bara hlýrabrotinn busa,
brýndan upp í bakka.