Hlín - 01.01.1927, Page 162
160
Hlín
fjögur egg fyrir mig, mamma mín?« sagði hann í búrdyrunum.
»Hefur þú ennþá tekið egg?« Mam,ma hans leit á eggin, sem hann
ljet á bekkinn. »Stóru-gráandaregg, en ekki nema fjögur?« —
»Jeg skyldi tvö eftir«. — »Jæja, góði, þú hefur ekki viljað taka
öll frá aumingjanum«. — »Jeg ætlaði að láta hana bæta við, og
taka þau svo«. — »Svo, ætlar þú að gera það?« — Mamma hans
leit ofan í húfuna. — »Hvað er þetta? Grátitlingsegg, hvaða ó-
hræsi er þetta?« — »Jeg ætla að selja Gvendi á Grund þau«. —
»Manstu, Steini minn, þegar litlu fuglarnir voru að berjast í
hríðinni í vetur hvað þú kendir í brjóst um þá og gafst þeim
moð til að tína úr. Sennilega hafa þeir aldrei verið eins hryggir
í vetur eins og nú, þegar þeir koma áð hreiðrunum sinum auðum.
Kennir þú ekkert í brjóst um þá núna?« — Steina þótti ráðleg-
ast að hafa sig inn, en nú lá ekki vel á honum lengur, þó hepn-
in væri með honum við eggjaleitina. Hann settist ihn á rúm og
hugsaði margt.
»Vilt þú skreppa með brjef fyrir mig fram að Holtakoti,
Steini minn«.
»Já, pabbi minn.« — Steini hljóp fram göngin. — »Komdu og
borðaðu eggin þín, Steini minn«, kallaði mamma hans úr búrinu.
Steina langaði ekkert í egg núna. — Jæja, það var víst best að
borða þau. — »Steini minn, heldur þú, að okkur pabba þínum
þyki vænt um þig?« mamma hans strauk blíðlega á honum hárið.
— »Já, það held jeg«. — Steini var hissa. — »Heldur þú ekki, að
öllum þyki vænt um börnin sín, fuglunum líka. Þú veist að egg-
in eru börnin litlu fuglanna«. — Steini þaut út, honum var alls
ómögulegt að sitja þarna lengur. —
Hvað það var hressandi að hlaupa svona suður melana, bara
hlaupa og hugsa ekki neitt. Yfir þennan holtafláka ætlaði hann
að hlaupa í einum spretti og vita hvort hann dytti. — Það flaug
þá spói þarna undan fætinum á honum. Þeir voru þó vanalega
varir um sig. Hann flaug skamt í burtu, barði vængjunum og
hljóp hringinn í kring um hreiðrið í nokkurri fjarlægð. Steini
tók ósjálfrátt af sjer húfuna og eitt eggið í hendina, þá hikaði
hann. Átti hann nú að taka þau? Gvendur borgaði 40 aura — en