Hlín - 01.01.1927, Síða 164
162
HUn
hún væri að fullvissa sig um það, að öllu væri óhætt. Þegar hún
var komin að hreiðrinu, beið hún alveg kyr. — »Ó, auminginn,
ætli hún kvíði fyrir að sjá hreiðrið sitt, ef það væri nú autt«,
hugsaði Steini litli. Nú lyfti hún upp kollinum, svo að hún gat
sjeð í körfuna og í einu stökki upp í hreiðrið. En hvað hún hjúfr-
aði sig ánægjulega á eggin sín. Steina litla vöknaði um augu,
þegar hann hugsaði til þess, hve hún hefði orðið hrygg, ef hreiðr-
ið hefði verið tómt. Svo’hljóp hann á stað. Hvað hann var nú
glaður og honum ljett um hjartað.
Skjóni Geira stóð bundinn á hlaðinu í Holtakoti, og Geiri var
að klæða sig í skartfötin, þegar Steini kom inn. Geiri var vinnu-
maður í Holtakoti. — »Hvað segir þú í frjettum, Steini litli?« —
»Ekki neitt«. — »Heyrðu, yfir hverju húktir þú hjerna út í món-
um?« — »Jeg fann þar rjúpuhreiður«. — »Svo, með mörgum
eggjum?« — »Tólf«. — »Það munaði ekki um það, skolli varstu
heppinn. Gvend munar um að borga þjer það.« — »Hvað,
Gvend?« — Steini varð undirleitur. — »Já, Gvendur sagði, að
þú hefðir lofað að selja sjer öll mófugla- og smáfuglaegg, sem þú
fyndir í vor. En jeg held, að Gvendur snuði þig. Varstu búinn að
lofa þessu?« — »Já, með þau egg sem jeg tek.« — »Ætlar þú
ekki að taka rjúpueggin?« — »Nei«. — »Nú, hvað er verra að
taka þau en annara fugla egg?« — »Jeg ætla aldrei að taka egg
fra'mar«. — Þarna hafði nú Geiri það. - »Ha, ha. Hver trúir nú.
Viltu ekki fá peninga fyrir eggin sem þú finnur? Þú hefur ekki
búvitið hans föður þíns, asninn þinn«. — Geiri stóð á miðju gólfi
og greiddi hár sitt við silfurbúinn vasaspegil, hann var í mjalla-
hvítri skyrtu, með marglita silkislaufu, sem nam við buxnahald-
ið, og háan stífaðan flibba. Og þessi glæsilegi maður hafði sagt,
að Steini væri asni, hvorki meira nje minna. En verst af öllu var
það, að Steina fanst hann hafa alveg rjett fyrir sjer. Það var
vitlaust að vilja ekki peninga. — »Heldur þú, að þú getir fundið
hreiðrið aftur, Steini minn«. — Geiri breytti um tón. — »Já, já«.
— »Settir þú merki við það?« — »Nei«. — »Heyrðu, jeg er að
fara út í Grund, við skulum verða samferða. Jeg lofa þjer þá að
koma á bak Skjóna«. — »Æi já«. Ó, að koma á bak á Skjóna,