Hlín - 01.01.1927, Side 165
Hlín
163
það hafði Steina langað iengi til. En hvað Geiri greyið var nú
annars almennilegur. — Geiri for í vestið og treyjuna, bláa
treyju, rauður silkiklútur stóð upp úr vasanum. — »Heyrðu
Steini minn! Þú sýnir mjer svo rjúpuhreiðrið á leiðinni«. — Já,
já, hefur þú aldrei sjeð rjúpuhreiður?« — »Jú, oft, oft«. —
»Langar þig samt til að sjá þetta?« — »Já, úr því að þú ætlar
ekki að taka eggin, má þjer vera sama þó jeg taki þau«. — »Nei,
það mátt þú ekki gera, góði Geiri minn«. — »Jú, víst geri jeg
það«. — »Þá sýni jeg þjer ekki hreiðrið«. — »Þá færðu ekki að
ríða Skjóna«. Steini þagði, honum fanst dimma í baðstofunni.
Geiri stakk fingrunum í vestisvasann, gult skinnvesti með sindr-
andi hnöppum. »Viltu koma í hnífakaup, Steini?« — »Já, það vil
jeg«. Geiri tók upp brúnskeftan hníf, tvíblaðaðan. — »Lof mjer
að sjá þinn«.—Steini tók kutann sinn upp hikandi. — »Kallar þú
þessa grjelu hníf?« — »Vilt þú hafa skifti?« — Steini þorði
varla að draga andann, meðan Geiri hugsaði sig um. — »Jeg veit
ekki hvað jeg gerði, ef þú sýndir mjer hreiðrið«. — »Ætlar þú
þá að taka eggin?« — Geiri hló. — »Vilt þú hafa hnífakaup,
sýna mjer hreiðrið og fá að ríða Skjóna?« — Steini þagði, þetta
var ljóta klípan, honum lá við gráti. — »Jæja, Steini, hvað seg-
ir þú svo?« — »Jeg sýni þjer ekki hreiðrið, ef þú ætlar að taka
eggin, en —« — »Þú ert reglulegur asni«. — Geiri kastaði hnífn-
um á gólfið og rauk fram. Steina fanst rúmið síga langt niður,
hann seildist eftir gamla hnífnum sínum og smeygði honum í
vasann. Mikill mæðumaður var hann, það mátti nú segja.
Steina varð hálf bilt við, þegar hann sá, að ábreiðan á einu
rúminu fór að hreyfast. 1 rúminu reis gamall maður upp við oln-
boga. Það var auðvitað hann Jakob gamli. — »Komdu sæll«.
sagði Steini. — »Sæll«. — »Hvað ert þú að gera á daginn, Steini
litli?« — »Jeg rek og sæki kýrnar.« — »Er það gaman?« — »0-
nei«. — »Að hverju hefur þú mest gaman?« — »Af að tálga«. —
»Þú átt þá liklega dágóðan hníf?« — »Nei, ekki ennþá«. —
»Ætlar pabbi þinn að gefa þjer hníf?« — »Nei, en jeg ætla að
reyna að kaupa hann sjálfur«. — »Áttu kind?« — Nei, ekki enn-
þá«. — »Fyrir hvað ætlar þú þá að kaupa hníf?« — »Upptíning-