Hlín - 01.01.1927, Side 166
164
Hlín
inn minn«. — Jakob þuklaði um hilluna fyrir ofan sig. »Hvemig
lýst þjer á hann þennan?« — Hann rjetti Steina hníf. — Aldrei
hafði litla heilann hans Steina dreymt um annan eins dýrgrip og
þessi hnífur var. Skaftið var svart og smelt í það silfri — hjelt
hann — hjer og þar, í honum voru þrjú blöð, eitt þeirra var
stórt, það væri líklega ekki afleitt að tálka með því, krókur til að
draga út nagla með, sporjárn, þjöl og lítil sög. Steini horfði á
hann eins og í draumi. — »Finst þjer hann ekki laglegur?« —
»Jeg hef aldrei sjeð neitt eins fallegt«. — Steini var skjálfradd-
aður. — »Hann Geiri hjerna væri til með að fá hann, en hann
skal nú fara í betri stað, eða þá með mjer í gröfina«. —
Steini hugsaði margt á leiðinni heim. Þegar hann væi'i orðin
stór, orðinn húsbóndi á Mel, með pabba og mömmu í horninu, nei,
í baðstofuhúsinu, eins og þau voru núna, svo sólin skini inn til
þeirra á morgnana, og svo ætlaði hann að setja ofn í hornið bak
við rúmið þeirra, svo að þeim gæti verið hlýtt, og hjelan þiðnaði
af gluggunum þeirra. Og svo þegar presturinn kæmi og sæti á
tali við hann »Þorstein á Mel«, þá væri hætt við að kalla hann
Steina, nema mamma hans og pabbi, þau nefndu hann auðvitað
það sama og meðan hann var lítill, þá skyldi hann taka upp úv
vestisvasanum — gulu skinnvesti með sindrandi hnöppum
hníf eins og hans Jakobs gamla í Holtakoti, og hann mundi halda
þannig á hnífnum, að silfrið sæist. —
Steini stóð á hlaðinu og horfði á eftir ullarlestinni. Bráðum
þurfti hann að fara að sækja hestana handa mömmu og pabba,
þau ætluðu eldsnemma í fyrramálið á stað í kaupstaðinn. Hest-
arnir þeirra áttu að vera heftir heima við túnið um nóttina, svo
að fyr gengi að komast á stað. Steini fór inn göngin. Hann ætl-
aði að biðja mömmu sína að versla fyrir sig með upptíninginn
sinn. Hann mætti Jakob gamla í Holtakoti í göngunum, hann
hafði komið röltandi þangað um daginn. — »Mamma! heldur þú
að þú vildir versla ullinni minni fyrir mig?« — »Já, góði minn,
hvað ætlar þú, að kaupa?« — »Þetta er nú svo lítið sem jeg hef
tínt upp, það verður líklega ekki nóg,fyrir hníf?« — »Nei, það
er jeg nú hrædd um, þeir eru svo dýrir«. — »Jeg veit þá ekki