Hlín - 01.01.1927, Page 167
HUn
165
hvað það ætti að vera«: — »Langar þig ekki til að eiga neitt
annað.« — »Nei, það held jeg ekki, mamma.« — Hefur þú ekki
gaman af að eiga bolta sem þú gætir kastað?« — »Æi, nei«. —
»Hann Jakob gamli bað mig fyrir dálítið til þín«. — »Nú«. —
»Hann sagðist hafa heyrt það sem hann Geiri var að tala við
þig um daginn, hann hefði verið vakandi, og þegar jeg sagði
honum, að þú hefðir engin egg' tekið síðan, þá sagðist hann ætla
að senda þjer þetta, og biðja þig að vera altaf jafn staðfastur,
eins og þegar Geiri hefði reynt að kaupa þig til þess sem síður
skyldi, þá mundir þú verða gæfumaður«. — »Hvað var þetta sem
hann sendi?« — Mamma hans fjekk honum þungan hlut vafinn
innan í pappír. Steini rakti brjefið utan af. Hvað var þetta,
dreymdi hann? Innan úr brjefinu kom yndislegi hnífurinn hans
Jakobs gamla. — »Á jeg' að eiga þetta?« — Já, vinur minn, hann
sagði, að litlu fuglarnir gæfu þjer þetta«. — Steina fanst hann
varla geta trúað því að hann ætti þennan hníf. — »Faðir þinn
gerði Jakob gamla einu sinni greiða, þegar honum lá mikið á,
því gleymir gamli maðurinn aldrei. En hvað á jeg að taka fyrir
upptíninginn þinn?« — »Heldurðu að hann sje svo mikill að jeg
geti fengið munntóbak fyrir hann?« — »Munntóbak, barn. Hvað
ætlar þú að gera með það?« — »Jeg ætla að gefa Jakob það«. —
»Já, það var alveg rjett, elsku barnið mitt«. — »En ætli jeg fái
svo sem nokkuð?« — »Við skulum nú vita, barnið mitt«. —
Steini hentist í loftköstum suður frá bænum með beisli á öxl-
inni, en vinstri hendinni hjclt hann í buxnavasanum um hníf-
inn góða.
Sitt af hverju.
Kvennafundir á Suður- o<j Vesturlandi. — Vorið 1927 boðaði
ritstjóri »Hlínar«, konur á fundi í Árnes- og Rangárvallasýslum
(við Ölfusárbrú), í Gullbringu- og Kjósarsýslu (í Hafnarfirði),