Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 168
166
Hlín
í Borgarnesi fyrir Borgarfjarðar- og Mýrasýslur og á fsafirði
fyrir Vestfirði. —
Aðal umæðuefni fundanna var samvinna kvenna sjerstaklega
með tilliti til 1930. Konurnar höfðu, eftir beiðni fundarboðanda,
með sjer 10—12 handunna muni úr hverjum hreppi til sýnis á
fundunum. (Á fsafirði var hjeraðssýning). — Fundartíminn var
2 dagar, nema á ísafirði 1 dagur.* — 2—3 fulltrúar mættu frá
fjelögum, og á nokkrum stöðum sendu konur hreppsins fulltrúa,
þótt fjelag væri ekki til.
Ráðgert var að hafa samskonar fundi árlega til 1930.
Fulltrúar mættu fyrir »Hlutafjelagið kvennaheimilið«, Reykja-
^ &
vík, á 3 af fundum þessuml
Vcrðlaunasamkepni »Hlínar« 1926.** — S. 1. haust hjct »Hlín«
verðlaunum fyrir best gerð smáteppi, nærföt og handklæði eða
gluggatjöld. — Nokkuð barst að af verðlaunagripum, einkum
smáteppum. — Þessir hlutu verðlaunin:
Bjarnfríður Einarsdóttir, ljósmóðir, í Borgarnesi 1. verðlaun
(25.00) fyrir flosað, jurtalitað teppi með lambsskinnskanti. 2.
verðlaun (15.00), hlaut Steindóra Steindórsdóttir, Arnkelsgerði,
Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, fyrir garðaprjónað smáteppi.
Fyrir kvennærföt, samföst, 1. verðlaun (25.00), hlaut Emelía
Friðriksdóttir, Halldórsstöðum, Reykjadal, S.-Þingeyjarsýslu.
Úr Skagafirði. — Seinni partinn i vetur hjelt Heimilisiðnað-
arfjelag Sauðárkróks 2 námsskeið. —
1. námsskeið. — Kennari, útskurðarmeistari Geir Þormar, Ak-
ureyri. Feikna mikil aðsókn. Nemendur voru 48. Nokkrir tóku 8
tíma á dag, aðrir 6, enn aðrir 4, og einhverjir tóku aðeins 2
------------- 1
* Samþykt var á ísafjarðarfundinum að stofna til Sambands
milli lcvenfjelaga á Vestfjörðum (frá Látrabjargi að Hom-
bjargi).
**1927 leggur »Hlín« 100 kr. verðlaun til húsgagnateikning-
anna, sem S. N. K. hjet 200 kr. verðlaunum fyrir 1926, og aug-
lýst er á kápunni. —