Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 169
Hlín
167
tíma. Það var mjög mikið unnið. — Munirnir voru 190. Þetta '
námsskeið stóð yfir 6 vikur. — 2. námsskeið. — Körfu-
gerð, bókband, flos, útsaumur, leðurgerð ýmiskonar, plastik o. m.
fl. — Kennari, Margrjet Konráðsdóttir frá Ytri-Brekkum í
Skagafirði, nú til heimilis í Reykjavík. — Engu minni aðsókn
að þessu námsskeiði. — Mismunandi timar teknir á því eins og
hinu. — Nemendur voru um 35. — Munirnir voru rúm 300. —
Þetta námsskeið stóð yfir rúmar 3 vikur. — Það var almenn á-
nægja með bæði námsskeiðin, og allir þakklátir hinum ágætu
kennurum. — Geir Þormar hjelt hjer námsskeið fyrir tveim ár-
um og var mikil aðsókn og almenn ánægja yfir því.
Mjer finnast þessi námsskeið alveg nauðsynleg. Það er svo
mikil vakning fyrir æskuna að taka sjer eitthvað fyrir hendur.
Hansína Benediktsdóttir.
Ársritið »Hlín« hefur sótt svo í sig veðrið á 10 ára afmælinu,
að hún vill, fyrst um sinn a. m. k., reyna að halda þeirri stærð,
sem hún hafði þá.
íslenskar konur, bæði austan hafs og vestan, og karlar að
vísu líka, hafa sýnt »Hlín« mikla vinsemd. — Það er að sjálf-
sögðu mest undir því komið, að ritið njóti framvegis hylli al-
mennings, hvort þessi ráðstöfun blessast eða ekki. H. B.
Þeir sem elska ísaláð,
og að því vilja hlynna,
aukist viska, afl og ráð
eitthvað þarft að vinna, M. S.
1IÚSM(EÐRAFR(EÐSLA. TW
Á Knararbergi við Akureyri verður haldinn skóli í vetur frá
1. október til 1. maí og' þar kend matargerð og ýms önnur hús-
störf, saumaskapur, vefnaður, matarefnafræði, íslenska, reikn-
ingur o. fl.
Nemendui' gi-eiða 85 kr. um mánuðinn. Helmingur gjaldsins
greiðist fyrir fram, en trygging sett fyrir hinu, er greiðist um
miðjan vetur. — Læknisvottorð fylgi umsókn. — Umsóknir ber
að senda fyrir 1. september til forstöðukonunnar
Guðrúnar Þ. Bjtímsdóttur, Knararbergi.
Nánari uppl. hjá Sveinb. Jónssyni, í síma Kristneshælis pr, Ak.