Hlín - 01.01.1927, Side 171
300 KRONA VERÐLAUN.
Samband norðlenskra kvenna hefir ákveðið að efna til sam-
kepni um: 1) Teikningar af íslenskum húsgögnum: Borði, bekk,
stólum (algengum stól og hægindastól), skáp og rúmi. (Verð-
laun 150 krónur). 2) Teikningu að tilhögun íslenskrar baðstofu.
(Verðlaun 50 krónur). — Við þessi Verðlaun S. N. K. bætir Árs-
ritið »Hlín« 100 kr. — (Þar sem getið er um tilhögun íslenskrar
baðstofu, er aðallega átt við það herbergi í nýtísku byggingum,
sem alt heimilisfólkið situr saman í við vinnu sína).
Teikningarnar meg'a ekki vera merktar nafni höfundarins,
heldur skal það fylgja í lokuðu umslag'i og skal teikningin og' um-
slagið, með nafninu innan í, vera merkt með sama kjörorðinu.
Hver höfundur skai hafa sitt eig'ið kjörorð.
Þriggja manna dómnefnd sker úr því, hver teikningin sje best.
Hafa þau Matthías Þórðarson, þjóðmenjavörður, og frú Laufcy
Vilhjálmsdóttir í Keykjavík, góðfúslega lofað að eiga sæti í
nefndinni. Samband norðlenskra kvenna áskilur sjer rjett til aö
skipa síðar þriðja manninn í nefndina.
Teikningarnar skulu sendar til formanns heimilisiðnaðarnefnd-
arinnar, Háteigi, Reykjavík, og vera komnar í hans hendur ekki
síðar en 1. jan. 1928, ella verða þær ekki teknar til greina.
Samband norðlenskra kvenna áskilur sjer fullan eignar- og'
umráðarjett yfir þeim teikningum sem verðlaun hljóta og for-
kaupsrjett að hinum.
Halldóra Bjarnadóttir, Háteigi, Rvík., formaður. Björg Eirílcs-
dóttir, Sauðárkróki. Guðrún Björnsdóttir, Grafarholti, Kjósar-
sýslu (f. h. U. M. F. íslands). Guðrún ólafsdóttir, Reykjarfirði,
V.-lsafjarðars. Guðrún Torfudóttir, Stokkseyri. Hclga Kristjáns-
dóttir, Laugum, S.-Þing. Hólmfríður Pjctursdóttir, Arnarvatni,
S.-Þing. Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi, Rvík. Sigrún P. Blön-
dal, Mjóanesi, Múlasýslu. Sigurlaug Björnsdóttir, Síðu, A.-Hún.
GAEÐYRKJUNÁM.
Nokkrir nemendur, piltar og stúlkur', verða teknir til garð-
yrkjunáms hjá undirritaðri næstk. vor og sumar. Sumarnemend-.
ur fá einnig tilsögn í að matreiða matjurtir. Fæði og húsnæði fá
allir nemendurnir ókeypis, en leg'gja sjer til rúmföt. Umsóknir,
ásamt læknisvottorði, þurfa að vera komnar til undirritaðrar
fyrir 1. febr. 1928.
Guðrún Þ. Björnsdótiir, Iinararbcrgi við Akúreyri,