Dvöl - 04.03.1934, Síða 3

Dvöl - 04.03.1934, Síða 3
REYKJAVIK 4. marz 1934 I. ÁRGANGUR 11. hefti -©voe. Konukaup. Eftir Gay de Maupassant. Sakborningarnir Brument (Cés- aire-Isidore) og Comu (Prosper- Napoléon) mættu fyrir undirrétt- inum — Seine-Inférieure Assizes — ákærðir fyrir það að hafa gert tilráun til þess að drekkja kon- unni Brument, löglegri eiginkonu téðs sakbornings, Brument (Cés- aire-Isidore). Sökudólgarnir sitja hlið við hlið á ákærðrabekk. Bóndamenn báðir tveir. Brument lágur og gildur, með stutta handleggi og fótleggi, hnöttótt höfuð, rauður í framan og nauðafreknóttur. Og það er eins og kollinum á honum sé tillt hálslaust á skrokkinn, sem er viðlíka hnöttóttur og kútsleg- ur. Hann er svínabóndi (og á heima í Cacheville-la-Goupil í Criquetot-héraði. Comu (Prosper-Napoléon) er mjósleginn, í meðallagi hár, með lengri handleggi en góðu hófi gegnir, greppleitur og rangeygð- ur. Hann er klæddur blárri úlpu. sem nær honum í hnésbætur, og gisið strýið á hausnum honum er á litinn eins og sina og setur bjálfalegan, óviðfeldinn og óhrein- legan rauðkrítarblæ á ásjónu mannsins, Hann á sér uppnefni, er kallaður séra Cornu, vegna þess að honum er lagin sú list, að herma snilldarlega vel eftir messusöngnumi og sjálfu orgelinu auk heldur. Hann á knæpud Cri- quetot og þessi hæfileiki hans dregur þangað fjölda manns, sem kjósa heldur að hlýða messu hjá Cornu en þeirri drottinlegu hjá prestinum. Madama Brument situr á vitna- bekk, horuð bóndakona, syfjulega tómlát og bregður sér ekki við neitt. Hún situr grafkyrr og krossleggur hendumar í kjölt- unni, blínir framundan sér, fá- bjánaleg á svipinn. Forseti réttarins byrjar nú yfirheyrsluna. — Jæja þá, madama Brument, þeir komu inn í eldhúsið til yðar og stungu yður ofan í ámu fulla af vatni. Segið okkur nákvæmlega frá því, sem gerðist. Standið þér á fætur. Hún rís á fætur. Hún sýnist vera há eins og siglutré, þar sem hún stendur með hattinn, sem er eins og hvítt hvolfþak á höfðinu á

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.