Dvöl - 04.03.1934, Page 4

Dvöl - 04.03.1934, Page 4
9 D V Ö L 4. marz 1934 henni. Hún segir sögu sína hægt og bítandi og dregur seiminn.J — Ég var að flysja baunir. Og svo komu þeir inn. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað vilja þeir nú? Þeir eru ekki allsgáðir; nú gera þeir einhverja bölvun af sér. Þeir skotruðu augunum út undan sér til mín, svona, sér- staklega Comu, af því hann er rangeygður. Mér er illa við að sjá þá saman, því þeir aðhafast sjaldan neitt gott, þegar þeir eru í slagtogi. Ég segi við þá: „Hvað viljið þið mér?“ Þeir svöruðu engu. Mér stóð sem maður segir ekki aldeilis á sama ... Fanginn Brument greip nú ákafur fram í fyrir henni með svofelldri yfirlýsingu. — Ég var drukkinn. Og jafnskjótt sneri Cornu sér að félaga sínum og mælti djúpri röddu, viðlíka og organtónn: — Segðu eins og satt er, að við vorum drukknir, báðir tveir. Nú segir réttarforsetinn í ströngum róm: — Þið viljið gefa okkur til kynna, að þið hafið verið ölvaðir? Brument: — Já, ég var þétt- fullur. Cornu: — Þetta getur komið fyrir beztu menn. Forsetinn, við fómarlambið: — Haldið áfram með framburð yðar, madama Brument. — Jæja, þá segir Brument við mig: „Viltu vinna þér inn fimm íranka?“ „Já“, segi ég, því ég þekki það nú, að maður tekur ekki fimm franka á hverjum degi svona upp af götu sinni. Þá segir hann við mig: „Taktu nú eftir og gerðu eins og ég segi þér“. Og svo fer hann og sækir stóru, tómu ámuna, sem stendur undir rennunni við húshornið. Hann hvolfir henni upp og svo ber hann hana inn til mín í eld- hús og lætur hana frá sér á mitt gólfið. Svo segir hann við mig: „Farðu og sæktu vatn og fylltu ámuna“. Nú, svo fer ég út að tjörn með tvær fötur, og ég sæki vatn og stöðugt meira vatn, í nærri klukkutíma, því áman er stór eins og kerald, með leyfi að segja, herra réttarforseti. Meðan ég var að þessu, fengu þeir Brument og Coníu sér í staupinu, og svo aftur, og enn fengu þeir sér staup. Þarna fylltu þeir sig báðir tveir og ég sagði: „Það eruð þið, sem eruð fullir, fyllri en áman“. Og þá segir hann Brument þarna: „Skiptu þér ekki af því, áfram með þitt verk, það kemur bráðum að þér. Það er ekki hætt við öðru en hver fái sitt, áður en líkur“. Ég anzaði þessu engu, því ég sá, að hann var fullur. Þegar áman var orðin barma- full, segi ég: „Hana, ég er búin“. Og svo fær Comu mér fimm franka, ekki Brument, en Comu; það var Cornu, sem fékk mér þá. Og svo segir Brument við mig:

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.