Dvöl - 04.03.1934, Síða 6

Dvöl - 04.03.1934, Síða 6
4 D V Ö L 4. marz 1934 þorpinu, en hann fer til Cliquetot og sækir soldátana og svo fara þeir heim með mér. Og þegar við svo komum heim, þá eru þeir Brument og Comu að fljúgast á, rétt eins og hrútar. Hann Brument þarna öskraði: „Það er ósatt, heyrirðu það, þetta er að minnsta kosti einn ten- ingsmeter. Mælingin er vitlaus'. Cornu grenjar á móti: „Fjórar fötur, það er . ekki einu sinni til að nefna, að það sé meira en hálfur teningsmeter. Iíér þýðir' ekkert fjas. Þetta er það!“ Svo tekur foringinn þá fasta. Og nú hefi ég ekki meira að segja. Hún settist niður. Það var skellihlátur í réttarsalnum. Kvið- dómsmennimir störðu hver á ann- an steinhissa. Réttarforsetinn sagði með hátíðlegri röddu: — Comu, það lítur út fyrir, að þér séuð upphafsmaður að þessu hneykslanlega athæfi. Haf- ið þér nokkuð fram að færa? Og nú stendur Cornu á fætur. — Yðar göfgi, ég var drukk- inn. Réttarforsetinn svarar með al- varlegri röddu. — Það veit ég-. Haldið áfram. — Ég held áfram. Jæja, Bru- ment kom! til mín um níuleytið og pantar tvö brennivínsstaup og segir: „Fáðu þér einn, mér til samlætis, Comu“. Og svo sezt ég hjá honum og drekk, og ég býð honum annað staup, svona fyrir kurteisis sakir. Svo biður hann um tvö í viðbót, og ég geri það sama. Og svona höldum við áfram og drukkum hvert staup af öðru af brennivíni, og um tólfleytið vorum við orðnir blindfullir. Þá byrjar nú Brument að gráta. Ég kenni sárlega í brjóst um hann. Ég spyr, hvað að hon- um gangi. Hann segir: „Ég verð að hafa til þúsund franka á þriðjudaginn“. Þegar ég heyri þetta, krossbregður mér, eins og þér skiljið. Og svo kemur hann allt í einu með uppástunguna: ■ „Ég skal selja þér konuna mína“. Ég var drukkinn og ég er ekkjumaður. Mér leizt nógu vel á þetta. Ég þekkti ekkert konuna hans. En kona er nú kona, eða er ekki það? Ég spyr hann: „Hvað viltu fá fyrir hana?“ Hann hugsar sig um, eða öllu heldur lætur sem hann hugsi sig um. Þegar maður er drukk- inn, þá er hann ekki aldeilis með réttu ráði, og svo svarar hann: „Ég vil selja hana í tenings- metrum". Þetta furðar mig engan v:eginn, því ég var drukkinn eins og hann, og ég er vanur teningsmetramáli í mínum viðskiptum. Þetta eru þúsund lítrar og ég fellst á það. En nú var eftir að ákveða ýerðið. Allt veltur á vörugæðunum. Ég segi við hann: „Hvað viltu fá fyr- ,ir teningsmeterinn ?“ Hann svarar:

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.