Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 9

Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 9
4. marz 1934 D V Ö L 7 Frá Spáni. S e r k j a Márarnir voru yfirstétt á Spáni í margar aldir. Þeir fluttu úr fjarlægum löndum, sunnan og austan við Miðjarðarhaf, venjur, sem voru sérkennilegar fyrir hin heitu lönd, sem þeir komu frá. Ein af þeim eru Serkjagrafirnar. I kirkjugörðum á Spáni eru víða stórbyggingar úr steini, þar sem geymdar eru jarðneskar leifar hinna framliðnu. Eftir byggingunni miðri liggur stein- veggur, nokkurra metra hár, og skiftir henni í tvo jafna hluta. Veggur þessi aðskilur graf- hólfin. Það eru steinhólf, hæfi- lega stór til að rúma eina líkkistu. Oftast eru 4—5 hólf hvert yfir öðru, og miðast hæð byggingar- innar við það, að ekki sé mjög erfitt að lyfta kistunum inn í efstu hólfin. Vegna hitans á Spáni er með lögum fyrirskipað, a<3 jarðarför fari fram innan sól- arhrings frá andláti mannsins. er líkið sett í mjög þunna og ódýra kistu, miklu veigaminni heldur en tíðkast hjá norrænum hjóðum. Síðan leggur líkfylgdin af stað, og er venjulega fámenn. Tveir eða fleiri prestar fylgja. Kirkjugarðarnir eru nú hafðir ut- an við borgirnar. Þegar þangað kemur, er kistunni lyft af vagn- lnnm, og ýtt inn í gröfina. Stein- smiður lokar grafarmunnanum gr afir. með hellu, sem fellur í opið, og er fest með steinlími, svo að gröf- in er nærri loftheld. Hin eig- inlega dánarminning fer fram nokkrum dögum síðar í kirkju hlutaðeigandi ættar. Þangað safn- ast ættingjar og vinir, og þar er haldin sorgarguðsþjónusta,. mis- jafnlega vegleg eftir því sem að- staða ættingjanna leyfir. Hinn sterki sólarhiti nær til lík- anna í múrgröfunum og veldur því, að þau leysast skjótt í sund- ur, og eftir verður hismið tómt. Þar sem umkomulausir menn eiga í hlut, eru grafirnar opnaðar eft- ir nokkur ár, hismið er tekið og grafið í kirkjugarðinn þar sem múrgrafirnar eru, en ný líkkista er sett í staðinn. En þeir sem bet- ur mega, borga nógu vel fyrir, að leifar þeirra megi vera í friði meðan múi'veggirnir standa. Norrænu þjóðirnar fela leifar hinna dánu í faðmi moldarinnar. Einar Jónsson hefir sýnt í einni af höggmyndum sínum, hvernig moldin faðmar lífið. En á Suður- löndum er klettagröfin heimkynni hinna dánu. Suður við strendur Miðjarðarhafsins endurtekur sig 2000 ára gömul sögusögn nýja testamentisins. Sá, sem kveður lífið, er fluttur í klettagröf og grafarmynninu lokað með steini. J. J.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.