Dvöl - 04.03.1934, Page 14
12
D V
Ö L
4. marz 1934
kemur öllum saman um það, að
Þingvelliri sé skínandi — a lion!
Kvöldverður — egg, lax og te,
og nú segir þreytan til sín. Rúm-
in í herberginu okkar eru mjög
þægileg, en þiljurnar eru þunnar
eins og pappír og hér er hrotið
í hverju rúmi.
— Hér er sögulegur, heilagur
staður, hjartastaður íslands um
nærri níu aldir. Hér voru lög sett,
barizt, farið í leiki og drukkið. í
því tóku þátt allir þeir menn,
sem kunnir eru af sögunum
vegna afreksverka, sem enn
hleypa kappi í kinn hverjum
manni af norrænu kyni. Þú segir,
að þessir menn hafi verið ósið-
aðir ruddar, bardagamenn. Hvað
get ég sagt við því ? En þetta var
líka á öld sterkra tilfinninga
mag-naðra ástríðna, háska og af-
reksverka. Þegar Egill Skalla-
grímsson fann líkið af óskasyni
sínum, reiddi' hann það fyrir
framan sig að haugi föður síns
og lét rjúfa hann, til þess að geta
byrgt son sinn þar inni. Sagan
segir, að ekki mælti hann orð frá
vörum meðan haugurinn var
rofinn, en svo fékk þetta horium
mikils, að nærskorin klæðin rifn-
uðu af honum. Þú mátt kalla sorg
þessa frumstæða og frásöguna
sögn. En ég trúi þessu og ég skil
það.
Um þetta hraun hafa þeir
gengið Njáll og Gunnar frá Hlíð-
arenda, tvær hinar merkustu
persónur, sem sögurnar greina
frá. Og þarna er Öxarárhólmi.
Þar voru einvígi háð. Hið síðasta
að landslögum háðu þeir Skáld-
Hrafn og Gunnlaugur ormstunga,
vegna Iíelgu hinnar fögru á Borg.
Allir sem drukkið hafa Suttunga-
mjöð, allir sem til heyra hinu
viðkvæma kyni skáldanna, lenda
fyrr eða síðar í þvargi vegna
kvenfólks. En nú eru skáldin hætt
að heyja einvígi — í þess stað
skrifa þau sögur undir rós. Hver
öld hefir sína siði. Iíingað reið
Skarphéðinn, hinn hrausti, í
flokki með föður sínum, hér fór
Snorri Sturluson með vélræði, og
enn í dag getur þú séð rústirnar
af búð Snorra goða í brekkunni
við Almannagjá. Víga-Glúmur og
Börkur digri, Þorsteinn þorska-
bítur og ÞorgTÍmur nefja, Þorgeir
smjörhringur og Mörður gigja —
allar þessar fornu söguhetjur
hafa gengið hér um Þingvalla-
hraun. Og þarna, við eystri vegg
Almannagjár, hlýtur hið rétta
Ijögberg að hafa verið, en þar
sagði lögsögumaður upp lög, dóma
og tilkynningar. Og rétt þar í ná-
munda var Lögréttan með sæta-
hvirfingu sína, en bar áttu sæti
49 goðar og ráðunautar þeirra —
144 stórbændum, margir þeirra
höfðu verið víkingar og kvongað-
ir írskum konungadætrum.
Vestan við Öxará sjást enn
rústir af búðum þeim, sem þing-
heimur hafðist við í meðan á Al-
þingi stóð, hálfsmánaðartíma á
hverju ári, í lok júní ogí jújíbyrj-