Dvöl - 04.03.1934, Qupperneq 17

Dvöl - 04.03.1934, Qupperneq 17
4. marz 1934 D V 0 L 15 að Svínafelli í öræfum. Sveinn var kjarkmaður mikill og stóð ekkert óhreint fyrir honum, enda var hann skyg’gn. Hann gerði lítið úr göldrum Guðmundar og hélt, að hann mundi ekki geta einu sinni svo mikið með göldrum sín- um sem unnið á flugu. Eitt sinn fór Sveinn í kaupstað. Á bakaleið- inni, þegar hann fór yfir Horna- fjarðarfljót, skall á hann bylur, svo að hann gat ekki haldið áfram og lét fyrirberast undir hrauni í Skógey þar til bylnum létti. Þenn- an sama morgun, sem bylurinn skall á, sást Guðmundur með lönguhaus, sem hann var búinn að setja upp á skaft, lét miða í kjaftinn á hausnum og setti hann svo móti veðrinu. Var hann svo að tala um það um daginn: »,Skyldi Sveinn Sveinsson svo sem hælast um það hér eftir, að ég geti ekki grandað einni mýflugu!“ Var það almennt álitið, að Guð- rnundur væri þar að gera galdra- veður að Sveini. Þegar Sveinn kom heim, sagði hann við Guð- ftiund: „Betur mátt þú spenna lönguhausinn, Gvendur, ef þú átt að vinna á mér!“ e. Kýrin og dókúmentin. Guðmundur gekk vanalega með skotthúfu eða snókhúfu, og var snókurinn troðinn upp af bréfum. Sögðu menn, að hann geymdi Þar galdrabækur sínar. Eitt sinn Sisti Guðmundur á bæ. Var þar fjósbaðstofa og rifur á loftinu. Um kvöldið, þegar Guðmundur kom inn, hafði hann gengið svo illa frá húfunni, að hún fór ofan um rifu á fjóspallinum og lenti í jötu einnar kýrinnar. Um morg- uninn, ]ægar sópað var frá kúnni, fannst aðeins snókurinn af húf- unni. Kýrin var ætin, og’ var hún búin að eta húfuna nema snók. inn. Sá sem fann snókinn, færði Guðmundi hann og sagði, að kýr- in hefði etið húfuna. Varð Guð- mundi bilt við og sagði: „Sýndu mér, sýndu mér!“ Fer hann svo að skoða leifarnar af húfunni og segir við sjálfan sig: „Já, gamla 1! auðbílda hefir ékki haft lyst á dókúmentunum mínum“. f. Manrúnir og hjónagrös. Eitt sinn fékk Guðmundur hug á stúlku, en hún vildi hann með engu móti. Iiugsaði hann sér þá að reyna kunnáttu sína við hana. Útvegaði hann sér nú nokkur hjónagrös, risti rúnir á kefli og lét bæði grösin og keflið, svo stúlkan vissi ekki af, undir kodd- ann í rúmi hennar eitt sinn er hún hafði búið upp rúmið. Þótt- ist hann þar hafa komið ár sinni vel fyrir borð og gat ekki á sér setið að láta það í ljós morgun- inn efþir, er hann vissi, að hún hafði sofið á grösunum og keflinu um nóttina, að hann mundi ekki þurfa að ganga lengi eftir henni úr þessu. Kvöldið eftir, þegar

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.