Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 11

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 11
4. nóv. 1934 D V ð L 7 Veéurinn. A veginum þeim er sifelldur ógnar ys, það er þar á ferðinni stöðugt hinn mesti fjöldi. allt frá þvi að dagurinn tendrar sin björtu blys, unz bregður um veginn skuggwn af hljóðn kvöldt. Þótt stefnan sé mörkuð hjá öllum i sömu att, er örlagahringurinn fjöldanum misjafnt sleginn. Þeir gana þar áfram, sem hamingjan lyftir hátt, en hinir eru alltaf að strita og ryðja veginn. Þar gengur kannske einn á gömlum og slitnum skóm og gráum tortryggnisaugum á fjöldann litur. » Viktu til hliðar.U er skipað með skerandi róm, og skrautlegur vagn með eigandan fram hjá pýtur. Það ferðalag sumum tinnst afar ánœgjurikt og œðra takmark þeim sjálfum að lokum teisi. En 8vo eru aðrir að fjasa og fárast um slikt, að ferðin frá upphafi sé bara tilgangsleysi. En enginn er fœr að ráða þá rnyrku rún. — þvi raunar er vegurinn sagður jafn fyrir alla — hvi sumir þurfa að vafra á vegarins brun, velta’ út i skurð eða' um þufur i kantinum falla. Og hvers vegna hinir hafa þau réttinda not, að heíll i ferðinni sé ávalt þeirra megin. Þeir troða sér áfram með ofsa og olnbogaskot, eins og þeir haldi að þeir eigi miðjan veginn. En þeim sem að leið sina leggja um þennan veg, að lokum kemur sá munur að engu haldi, þvi úrslitin verðu svo afar einkennileg, þegar allir að kveldi gista i sama tjaldi. Stefán Jónsson.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.