Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 19

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 19
4. nóv. 1934 D V Ö L 15 Fjármaðurinn í Hafnareyjar heita eyjar, sem ligg'ja undir Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit. Áður fyrr hafði bónd- inn í Bjamarhöfn lömb sín og geldfé í eyjum þessum fyrrihluta vetrar, en vegna flæðihættu varð alltaf að hafa mann til að stugga fénu af flæðiskerjunum. Maður- inn, sem hafði þennan starfa með höndum, bjó í kofa á eynni og hafði vistir og eldfæri. þegar eyjarbúa skorti eitthvað, breiddi liann á og voru honum þá færðar nauðsynjar hans úr landi. Vetur einn valdist til þessa starfa maður að nafni Guðmund- Ur KJ arnason, vinnumaður bónd- ans í Bjarnarhöfn. Hann var brekmenni hið mesta, enda kom pað sér vel, því einmanaleg var V1stin í eyjunum, og ekki þótti bar laust við reimleika og skrímslagang. Guðmundur fór 1 eyjaraar á venjulegum tíma og gerist ekk- ert sögulegt um hríð. Voru hon- um færðar vistir, þegar hann 'gaf merki til þess. Bitt sinn líður svo langur tími, að eyjarbúi gaf ekkert merki og voru menn farnir að undrast ;> iir því, hve lengi entust vistir og eldiviður. Að lokum var svo !arið að vitja hans, þar sem: menn bóttust vita, að ekki mundi allt með felldu. Þegar út í eyjuna kom var fé úf um öll sker. Skunduðu Hafnareyjum. menn þá til kofans, en þar var ekki greitt aðgöngu, því að hurðin ■var rammlega lokyð og borið á hana að innan. Bar kofinn þess merki að reynt hafði verið að komast inn, því torf var rifið úr veggjum og viðir brotnir, þar sem til hafði náðst. Þegar loksins tókst að opna hurðina, blasti við augum! ófögur sjón. Hafði Guðmundur borið á hurðina allt lauslegt í kofanum, ]->ar á meðal litla eldavél, sem var þar ti) hlýinda og matarsuðu. Sjálfur lá hann aftur á bak þvert yfir flet sitt, hélt á exi mikilli í hendinni og sneri brostnum aug- um til dyranna, og var skelfing- arsvipur á andlitinu. Lík Guðmundar var nú flutt úr eynni og allt lauslegt, sem í kof- anum var, þvi að enginn fékkst til að vera eftirmaður hans við , járgæzluna. Eldavélina fengu að láni fátæk bjón, sem bjuggu á koti nálægt Bjarnahöfn. Var hún flutt til þeirra um morgun, en bóndi fór ð lieiman um daginn, en ætlaði þó að vera kominn fyrir rökkur. Nú tók að skyggja og ekki kemur bóndi. Konan sat í bað- stofu og hafði hjá sér kornbarn, sem þau hjón áttu. Ekki var fleira manna á bænum. Allt í einu heyrir konan þrusk og umgang í göngunum og held-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.