Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 20. jan. 1935 og enginn varð eftir á bænum, nema húsfreyja og dóttir hennar. Alexander kom sér vel. Hann kunni góð skil á húsdýrasjúkdóm- um og var natinn við skepnumar og svo var hann sérstaklega lag- inn að gera við koppa og kymur. Kona Jens Olai fór brátt að láta í ljósi, að henni stæði ekki alveg á sama um hann, en Alexander laug sig frá því öllu saman og sagðist eiga heitmey á bát föður síns, og enginn rúmaðist í hjarta sínu, nema hún. Þessi kuldi fékk mjög á konuna og hún gætti dótt- ur sinnar vandlega fyrir flakkar- anum. Undir eíns og klaki fór úr jörðu, skipaði hún Alexander að fara að taka upp mó langt frá bænum. Þá vann hann eins og víkingur og söng ýmsa skrítna söngva, því að hann var lífsglað- ur og hraustur. Leonarda ávarp- aði hann sjaldan. Nei, það var ekki oft að Leon- arda yrti á hann eða skipti sér af honum, því að hún gleymdi ekki, að hún var dóttir Jens Olai. En vorið er hættulegur tími og þegar hitna tók í veðri, urðu aug- un hans Alexanders eins og skín- andi stjörnur, og hann gekk stundum óþarflega nærri henni, þegar þau mættust. Hún hafði á óskiljanlegan hátt glatað ýmsum munum1 úr kistu sinni, þrátt fyrir það, að lásinn var í góðu lagi. Þegar hún aðgætti betur, sá hún, að botninn í kistunni hafði verið losaður. Hún bar þjófnaðinn upp á Alexander. — Ég hefi ekki gert það, svar- aði hann, en ég get fundið týnda muni. Þú skalt fá allt, serd horfið hefir, til baka, ef þú vilt láta dyrnar að herberginu þínu standa opnar í kvöld. Hún leit á hann og sagði: — Langar þig til að verða rek- inn úr vistinni á moi'gun? En flökkumaðurinn kunni að biðjast friðar. Hann kunni ýmsar listir og þekkti vald rauðra vara og auðmjúkra aug-na. Svo var hann líka óviðjafnanlegur kunn- áttumaður í ástamálum. Daginn eftir, þegar Leonarda sat undir bæj arveggnum1 og prjón- aði, kom hann og sagði: — Rektu mig ekki burt. Þú getur að minnsta kosti lofað mér að vera í mógröfunum. Ég skal aldrei framar segja það, serri ég sagði í gær. Leonarda leit upp og horfði á hann. Hann hafði tekið ofan húf- una, og hárið hékk ofan í augun. Hann var fátæklegur og biðjandi. Augu hans og varir voru yndis- legar, og orð hans höfðu mýkt hjarta hennar. — Við skulum reyna, sagði hún, leit undan og roðnaði. Alexander vissi, hve mjög hann kitlaði hégómagirnd stúlkunnar, þegar hann bað hana að lofa sér að vera. Hann vissi vel, að það var húsfreyjan, sem öllu réð, en ekki dóttirin.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.