Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 14
u D V ö L 90. jan. 1935 á Vargafjalla-makka. Skarlatarautt árskinið ljómaði um efstu tinda og dagur rann. Tunglið var sigið lágt í norðri. Kveldstjarnan eydd- ist út í dögun himinsins og skinið flæddi yfir víðáttuna. Frá Vargafjallsmakka og heim undir Seljaás var að gamallamanna sögn hálf dagleið með hrein. Um það leyti fór hreinninn að þreytast. Bör sá að hann var að verða óstyrkur og Finninn fylltist óhugnaði yfir því, hve dýrið snögg- þreyttist. Hann rétti sig á sleðanum og kvakkaði á hreininn. Hann sló og barði með stjórntaumunum. Hreinn- inn tók viðbragð í hvert sinn er högg féll á lendar hans, en hægði á sér jafnótt og fór á þreytuleg- urn seinagangi, Gráturinn fyllti kverkar Finna- piltsins. Hann hóaði og barði í kringum sig sem óður væri. Svo breyttist hóið í hálfbrostið væl, en það kom ekkert svar. Dökkir klettastallarnir fyrir ofan hann sendu afskræmt bergmál þess, sem var allra líkast úlfsvæli yfir auðn- ina. Þetta var sjöunda dægrið. . . . Umskiftadægrið. Áður en þessi dagur hyrfi af himni bak við Seljaás yrði líf hennar slokknað. Sólin gengi und- ir og hitasteinarnir fengju að kólna. — Hananú vinur minn, kallaði hann til hreinsins. Þú veizt að það er líflð hennar Söndru sem við Þurfum að bjarga. í Guðs nafni, hún má ekki deyja frá • okkur, heyrirðu það, hún má ekki---------- — hún má það ekki .... Þannig hélt hann áfram að tala. En hreinninn óð snjóinn i hækil og braust um máttvana í fönninni. Svo lá hann í taugunum og titr- aði og augu hans glömpuðu í sól- skininu. Bör Enason veltist út úr sleðan- um. Hann kastaði sér flötum við hlið hreinsins, og strauk honum utan við sig, næstum fjálglega, um háls og herðar. — Manstu ekki eftir öllu salt- inu, Bem hún Sandra gaf þér, þeg- ar þú varst svolítill hreinbjálfi. Dýrið lyfti höfði. Það gerði til- raun að reisa sig, en án árangurs. Stynjandi hné það útaf á ný. — G-uð minn almáttugur . . . Bör greip í hornin á því og hristi höfuð þess, en það virtist árangurslaust. Hann stóð og starði niður í snjó- inn. Dökkbrún augu hans urðu vot, og það fóru krampadrættir um munn hans. Hann reif skeið- arhnífinn úr slíðrunum og beygði sig yfir dýrið, um leið og hann þrýsti öðru hnénu á háls þess. Hann varð að drepa hreininn. En allt í einu kenndi hann und- arlegra tilfinninga, og hann lét fallast niður um háls hreininum og brast í grát. Þetta var ökuhreinn- inn hans, sem að Sandra, stúlkan hans, hafði leikið svo mikið við og haft á uppáhald. Hann sá Söndru í huga sér. Það var sólbjört vor-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.