Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 9
20. jan. 1935 D V Ö L 9 Presturinn Já, presturinn vor er prúður maður — og prédikar í svo glœstum róm. — Hann stendur sem varða á vegamótum — og vísar oss leið í guðs helgidóm. — Og úr því hann stendur sem varða við veginn, það vera œtti augljóst jafnt þér — sem mér, að þar skal hann lifa og láta það nœgja, svo leiðina sjdlfur hann aldrei fer. Mér sárnar það oft, hvað þér svívirðið prestinn og segíð hann alls ekki góðan mann, en hugsa mest um að krækja i krónu og kæra sig ekkert um frelsarann. Og það er mér Ijóst — slíkt létuð þér vera — á lögmáli guðs ef þér kynnuð skil — — þá fyrirgæfuð þér sjötíu sinnum og sjö sinnum það — — og meira til. Stefán Jónss. raunamæcld á fagurgrænt skógav- limið. — Ekki sér það nú á þér, svaraði ég. Þú sem ert alveg eins og blómarós. Hvernig þú ferð að vera svona sælleg! — Er ég sælleg? Nei, ekki . skaltu reyna að koma mér til að trúa því. Agda Bergkvist spurði rétt áðan, hvort ég væri nýstað- in upp úr veikindum. S v o n a sýndist henni ég veikluleg. — Elsku, sagði ég, það er bara öfund. Henni gremst hvað þú heldur þér vel. Elísabet brosti, og þegar ég skildi við hana 10 mínútum síð- ar, v'ar eins og hún hefði yngst um 10 ár. Og hún sagðist ætla að líta á hatta á heimWðinni. En áður en við hittumst hefir henni sjálfsagt verið nær skapi að líta eftir líkklæðum. Þarna

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.