Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 7

Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 7
80. jan. 1935 D V Ö L 7 — Þegar trésmiðurinn kemur hing-að, drep ég hann, sagði Alex- ander. — Einmitt! og, þegar hann kemur aftur? sagði Leonarda háðslega. Hún var bæði leið og uppgefin á Alexander. Jónsmessukvöld átti að halda dansleik hja trésmiðnum og Le- onarda var auðvitað boðin. Sama kvöld átti Alexander að fara úr vistinni. Leonarda sagði við Alexander: — Róðu með mig yfir straum- inn, áður en þú ferð. — Hvert* ætlar þú? spurði hann. — Hvað kemur þér það við? Alexander bjóst til ferðar. Hann tók saman það lítið sem hann átti. — Nú er ég tilbúinn, sagði hann. Þau gengu niður að straumn- um og stigu í bátinn. Straumur- inn hafði vaxið í leysingunurn og var hættulegur yfirferðar. — Þú ætla r líklega að giftast trésmiðnum? spu!rði Alexander. — Já. — Það var ekki ég, sem stal úr kistunni þinni, hélt hann áfram, það var móðir þín, sem gerði það. — Hvað segirðu? sagði hún, eftir að hafa starað á hann langa hríð. — Hún vildi koma illu af stað milli okkar. En ég komst að hvar hún hafði falið gripina, og stal þeim öllum handa þér aftur. — Þú lygur þessu, sagði hún, og trúði honum alls ekki. Alexander réri kæruleysislega og virtist ekki taka eftir hvert stefndi. — Ég hefi ekkert illt gert þér, sagði hann. Ég gæti orðið heiðar- legur maður, ef þú vildir. — Hvað kemur það mér við, sagði hún geðvonskulega. Hvern- ig stendur á, að þú rærð svona. Við rekum á steininn með þessu lagi. En hann lét bara reka. Stúlkan æpti aftur sömú orðin. Hann tók nú hart áratog, eins og til að hlýðnast henni, en þá brotnaði árin. Þau voru hjálpar- vana. — Þú gerðir þetta viljandi, sagði hún í angist. — Já, svaraði hann, þú skalt ekki komast lifandi í land. Augnabliki síðar heyrðist ang- istarvein. Báturinn hafði rekizt á steininn og mölbrotnað. Alexand- er komst upp á steininn og horfði á Leonördu veltast í vatninu og skjóta upp. Að lokum sogaðist hún í kaf. Slysið hafði sézt úr landi og Alexander var bjargað. Það var ekki hægt að ásaka Al- exander fyrir neitt. Árin hafði brotnað og hann var saklaus. Hér hafði aðeins skeð slys. Þessa sögu sagði Alexander mér í fangelsinu á Akerhus, þar sem hann sat vegna ofbeldisverka.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.