Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 16

Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 16
16 D V Ö L 20. jan. 1935 bvo sporadrjúgir að furðu sætti, Svitinn rann af þykkum hárlubb- anum. Áfram jafnt og þétt. . . . Honum fannst hann verða þess var að einhver annar væri á ferð norðan fjöllin í dag, og hann mátti til að verða fyrri. Dagurinn leið og sólin var orð- in lággeng. Bör fleigði sér niður við upp- sprettulind og drakk. Það lá grann- ur geisli milli tveggja bjarkar- stofna og yfir lindina þar sem hann hafði drukkið. Sólin var að setjast. Hann hentist aftur af stað. Smámsaman skýrðust stjörnurnar á kveldhimninum. Peigð. Hann heyrði klukknahljóm norð- ur á fjöllunum. Eftirómurinn lá í stömu frostloftinu og barst að hon- um allavegna frá. Þetta var feigð- arhljómur, sem liringir yfir deyj- andi. Bör Enason stóð grafkyrr í skammdegisrökkrinu inni á víð áttu heiðarinnar og draup höfði yfir skíðastafinn sinn í algleymis- fullri og orðlausri sorg. Indridi Indribason þýddi Doddi litli var úti á gangi með mömmu sinni fyrsta haustmorgun- inn sem frost var, og sá hann andardrátt sinn í loftinu: — Sko, mamma, ég er rykugur að innan. H ú n : Hér stendur í sýningar- skránni að myndin heiti „Vetrar- morgunnu. Líklega er þetta dag- ínn eftir að lándskjálfti hefir geis- að. Hann: Nei, nú á tímum sjá listamennirnir ekki hlutina með augum fjöldans. Þessi mynd sýnir það, sem málaranum bar fyrir augu, er hann var að koma heim til sín á nýársdagsmorgun. Ungur, ótrúlofaður maður ræðir um hjónabandið mjög skáldlega: — Hjónabandið er höfn, þarsem tvö skip mætast til fylgdar um útsæ lífsins. — Jæja, svaraði kunningi hans, sem var giftur, þá hefi ég mætt herskipi. Ég get ekki verið heima hjá þér í kvöld, góði miun. Ég á nefnilega systir, og við erum alveg eins. Er það nokkur afsökun? Já, hún er nefnilega ósátt við kærastann sinn og vill helzt ekki sjá hann, svo ég verð að fara í staðinn fyrir hana.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.