Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 27.01.1935, Blaðsíða 6
G D V Ö L 27. jan. 1935 Glöggar fréttir höfðu borizt um það úr landi ísraels, að þetta ár hefði enginn sjakali komið að vest- urmúrum hins heilaga húss, og á hverjum degi væntu menn komu Messíasar sonar Jósefs. Söfnuður- inn dró að gjalda skatta sína, því að sennilega myndi enginn eftir slíku smáræði, þegar Messías væri kominn. Kvenfólkið varð hálf illa úti af þessum ástæðum. Gólfið í baðhúsi safnaðarins fúnaði, af því að öllu viðhaldi var hætt, og svo datt það einu sinni niður og var nærri búið að drepa heilmargar konur, sem voru að baða sig. Kvenfólkið gerði mest veður út af þessu, óskapaðist og rausaði svo að enginn friður var til bænahalda í samkomuhúsunum fyrr en búið var að skjóta saman nokkurri upp- hæð fyrir nýjum bitum og gólf- borðum. Allt var tilbúið, en samt var dregið að ráða smiðinn, — það var illt að eyða miklu fé 1 þetta, þegar svona stóð á. Og ég var alveg sannfærður um það, að þess yrði ekki langt að bíða, *að hann Josek, sem brá fyrir mig fæti af hrekkjum, þegar ég var að renna mér, svo að ég datt og var nærri búinn að hálsbrjóta mig, og hann Wojtsek, sem alltaf rak út úr sér tunguna framan í mig, og hann Jantek, sem gaf mér langt nef, — að þeir kæmu allir og féllu á kné fyrir mér. Og ég ætlaði mér að aumkvast yfir vesalingana og gleyma því illa, sem þeir höfðu gert mér, og ég ætl- aði að segja þeim þetta, og svo ætl- aði ég að taka þá að mér og segja þeim frá öllum leyndardómum Messíasar, svo að þeir vissu hvern- ig þeir ættu að verða sáluhólpnir. Ég heyrði sagt, að við fengjum nýjan lærimeistara um nýárið. Og það var látið fylgja, að nýi meist- arinn, rabbí Jósef, klipi hvorki né berði að ástæðulausu. Rabbí Jósef var hávaxinn mað- ur og svo brúnasíður, að augun sá- ust ekki; hann var með sítt, hvítt skegg og gekk hægt og hljóðlega, eins og hann væri að segja frá leyndarmáli, kinkaði kolli, hleypti brúnum upp og niður, hrukkaði ennið og slétti, og stakk hönd und- ir svarta dúkbeltið sitt. Mér fannst hvert orð, sem hann sagði, vera eins og bergmál frá himnum, og þegar hann baðst fyr- ir, titruðu jafnvel fiskarnir í vatninu, eins og sagt er. Ég var upp með mér af að vera lærisveinn rabbí Jósefs. Skömmu fyrir friðþægindarhá- tíðina fékk ég tækifæri til að tala við Jósef um sálina. Ég hugsaði orðið ekki um annað en það efni. Fyrst hæddist rabbí Jósef að bræðralagi allra þjóða, og kveikti svo í metnaði mínum yfir að vera einn hinna útvöldu. Ekki verðum vér Gyðingar ófyr- irsynju að þola spott og hverskyns raunir. Faðirinn agar það barn,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.